HÖNNUNARMARS: HJALTI PARELIUS

Mynd­list­armaður­inn Hjalti Par­elius hef­ur hannað skrif­borð sem ber heitið D01 og verður frum­sýnt á Hönn­un­ar­mars í Epal. D01-skrif­borðið var hannað með vinnuþarf­ir hönnuðar og lista­manns í huga að sögn Hjalta.

„Borðið þurfti að vera ein­falt í hönn­un, hafa gott geymslupláss í skúff­um, og hafa pláss fyr­ir tvo 23″ skjái, ásamt teikni­bretti og far­tölvu. Upp­haf­lega ætlaði ég að smíða borðið sjálf­ur en áttaði mig fljótt á eig­in tak­mörk­un­um í tré­smíði. Ég ákvað að ef ég færi út í að gera borðið yrði það smíðað af fag­manni. TJ Inn­rétt­ing­ar í Hafnar­f­irði hafa tekið það að sér að smíða borðið og kom það bet­ur út en ég hefði nokk­urn tím­ann trúað,“ seg­ir Hjalti. Hann hef­ur haft nóg að gera síðustu mánuði en hann var síðasta haust ráðinn í að mála risa­stór mál­verk í nýj­um höfuðstöðvum Al­vo­gen. //Sjá betur viðtal á Smartlandi á mbl.is -hér.

797609 797611 797610

 

Hönnunarmars í Epal hefst með opnunarpartý þann 11.mars.

Vertu velkomin/n.