HÖNNUNARMARS: HAFstudio

HAFstudio kynnir á HönnunarMars ljósið Möskvar,

“Í versluninni Epal verður nýtt ljós til sýnis sem þróað er úr íslenskri síldarnót. Ljósið er hannað í samvinnu við þaulreynda íslenska netagerðarmenn og er endurtúlkun á hinni klassísku kristalskrónu. Ljósið hefur þann eiginleika að vera flatpakkanlegt.”

mösvkar-light-2 mösvkar-light-1

HönnunarMars í Epal hefst með opnunarpartý þann 11.mars.

Vertu velkomin/n.