HÖNNUNARMARS: TELMA MAGNÚSDÓTTIR

Telma Magnúsdóttir er listakonan á bak við Varpið. Hún sækir innblástur sinn í íslenska náttúru þar sem hún notast við mismunandi tegundir, liti og mynstur fuglseggja. Fyrsta eggið sem hún gerði árið 2011 var upphafið af Kríuvarpinu en síðan þá hefur hún gert þrjár aðrar línur, Rjúpnavarpið, Teistuvarpið og Snjótittlingavarpið. Nýjasta línan verður frumsýnd á sýningu Epal á Hönnunarmars.

„Það er svo margt heillandi við fuglsegg sem hvíla í hreiðri. Fjölbreytileikinn í litunum og mynstrinu sem hafa mótast af náttúrunnar hendi er ótrúlegur og yfir þeim vakir síðan þessi leyndardómsfulla kyrrð. Svo er auðvitað einstaklega fallegt að hugsa til þess að þau eru táknræn fyrir nýtt líf.“

Nýjasta línan, Smyrilsvarpið er óður til Smyrilsins. Þau eru eins og áður handunninn úr leir og handmáluð þar sem lögð er áhersla á hvert smáatriði sem gerir hvert egg einstakt. Litbrigðin og mynstrið í þessari línu eru frábrugðin þeim fyrri, eggin eru í brúnum tón og koma á síðri keðju úr rósagulli.

smyrill1 smyrill2 smyrilleyrnal

Hönnunarmars í Epal hefst með opnunarpartý þann 11.mars.

Vertu velkomin/n.