HÖNNUNARMARS: HÁR ÚR HALA

Hár úr hala, hönnunarteymi er samstarfsverkefni Ólafs Þórs Erlendssonar húsgagna- og innanhúss­arkitekts, FHI og Sylvíu Kristjánsdóttur grafísks hönnuðar, FÍT. Þau sækja innblástur í sögur, vísur og ævintýri og hanna hagnýta hluti sem gleðja bæði stóra og smáa.

Á HönnunarMars í Epal kynnir Hár í hala Orðaborð.

“Með Orðaborðunum erum við að leika okkur að rýminu, búa til örsögur í vistarverur okkar. Útfærsla borðanna er leikur með letur eða týpógrafía og er vísun í tvívíða framsetningu leturs sem við erum vanari að sjá á prenti. Orðaborðin tengja saman hluti sem við erum umkringd í daglegu lífi okkar og hafa því bæði notagildi og gera umhverfi okkar pínulítið skrítið og skemmtilegt. Í rýminu verða til litlar sögur eða skrítnar samsetningar svo sem: motta er sófi, ljós og bók, hann og hún í svefnherbergi o.s.frv.”

 

Er._web Hun_web Hann_web Og_web Ordabord_oll_web

 

Á HönnunarMars í Epal í ár má sjá áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða, þekktra jafnt sem nýrra. Verkin eru allt frá fullmótuðum hlutum sem tilbúnir eru til sölu til hugmynda á frumstigi, þar getur að líta húsgögn, keramík, púða, skartgripi, ljós og aðra áhugaverða hluti.

Vertu velkomin/n á HönnunarMars í Epal.