HÖNNUNARMARS: SIGURJÓN PÁLSSON

Sigurjón Pálsson útskrifaðist frá Danmarks Designskole. Hann hefur unnið við hönnun og hönnunartengd störf síðan, hjá öðrum og á eigin vinnustofu. Auk þess að hafa hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir hönnun sína, hefur hann lagt fyrir sig ritstörf og gefið út tvær glæpasögur og fékk Sigurjón Blóðdropann 2012, viðurkenningu fyrir bestu íslensku glæpasöguna, árið áður. Í hönnun sinni leitast Sigurjón við að sameina efni, form og notagildi þannig að úr verði einföld og samhæfð heild þessarar þrenningar.

Nýjasta hönnun hans, Shorebirds, sería þriggja vaðfugla er framleidd af Normann Copenhagen.

Á HönnunarMars í Epal í ár kynnir Sigurjón nýtt dýr til sögunnar og er það rostungur.

„Mikilúðugt og tignarlegt fas rostungsbrimils sem vakir yfir kæpum sínum varð mér innblástur að þessu verkefni. Mig langaði til að tjá hið ógnvekjandi vald sem felst í stærðinni er hann reisir sig upp og sýnir skögultennurnar ógnandi og hótar að ráðast gegn hverjum þeim brimli sem vogar sér að gera atlögu að ríki hans.“

612 2

601

602

 

1001_Shorebirds_Group 2

 

Hér að ofan má sjá Vaðfuglana sem upphaflega voru kynntir á HönnunarMars árið 2015 og notið hafa mikilla vinsælda.

 

 

sigurj 3

Á HönnunarMars í Epal í ár má sjá áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða, þekktra jafnt sem nýrra. Verkin eru allt frá fullmótuðum hlutum sem tilbúnir eru til sölu til hugmynda á frumstigi, þar getur að líta húsgögn, keramík, púða, skartgripi, ljós og aðra áhugaverða hluti.

Vertu velkomin/n á HönnunarMars í Epal.