Hönnunarmars 2020 // FORMER

Epal tekur þátt í HönnunarMars tólfta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Former er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars. 

Arkitektarnir Ellert Hreinsson og Rebekka Pétursdóttir standa á bakvið FORMER. Á Hönnunarmars kynna þau sínar fyrstu vörur undir vörulínunni VERA, þar sem markmiðið er að bjóða upp á vörur þar sem fjölbreytt notagildi, einfaldleiki og gæði fara saman.

VERA bekkur –  Fjölnota bekkur með blaðagrind sem kemur í grunninn í tveimur útfærslum, með eða án hliðarborðs úr náttúrusteini (Granít). Einnig er hægt að skipta út prófíl/um í blaðagrind fyrir háan prófíl, býður það á breytt notkunargildi, sem fatahengi sem dæmi

VERA hilla – Stílhrein lausn á nútímaheimilið, nýtist vel í að brjóta upp opin rými til að fá meiri nánd.  Hillan er hugsuð með það að leiðarljósi að notandinn geri hana að sinni, að persónuleiki notandans sé í fyrsta sæti (primary) en hillan í öðru (secondary).

Hillan skiptist í tvennt, hilla með báruðu gleri og opnir endar sem nýtast til að geyma glös, bolla eða búsáhöld svo dæmi séu tekin.

Verið velkomin á Hönnunarmars í Epal Skeifunni.