Hönnunarmars 2020 // Hið íslenska tvíd

Epal tekur þátt í HönnunarMars tólfta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Kormákur og Skjöldur eru á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars með sýninguna Hið íslenska tvíd“.

Kormákur og Skjöldur tilkynna með ánægju að í fyrsta skipti í tæp 50 ár er hafin framleiðsla á íslensku „tvídi“. Á HönnunarMars þá kynnum við efnið og sýnum jakka, vesti, buxur og höfuðföt úr efninu. Epal sýnir einnig klassísk húsgögn bólstuð með íslensku tvídi.

Okkur hjá Kormáki og Skildi og Epal er sönn ánægja að tilkynna að í fyrsta skipti í tæp 50 ár þá er hafin framleiðsla á íslensku “ Tweedi “

Á hönnunarmars þá erum að að fagna verkefni sem Kormákur og Skjöldur hafa verið að undirbúa í nokkur ár sem er framleiðsla á íslensku “ Tweedi “ eða vaðmáli úr íslenskri ull. Vara sem ekki hefur verið framleitt hérlendis síðan á sjöunda áratug síðustu aldar. Sú var tíðin að íslenskt Tweed efni var framleitt hérlendis. Öll stig framleiðslunnar voru unnin hér. Allt frá því að bóndinn afhenti hráa ullina, ullin var hreinsuð og þvegin, kembd og spunnið úr henni ullarband. Bandið var svo ofið í Tweed efni sem var notað í fatnað, teppi, áklæði og margskonar aðra hluti. Gamla Álafoss úlpan er gott dæmi um fatnað sem nýtti íslenskt tweed.

Sumar aðferðir við vinnslu textílefna hafa þó viðhaldist betur hér á landi en aðrar. Prjón og hekl eru aðal vinnsluaðferðir okkar. Vefnaðurinn er talinn gera textílefnið sterkara en við erum ekki að framleiða ofin textílefni lengur og hefur vefnaður úr íslensku ullinni horfið að mestu leyti. Sá tækjakostur og þekking sem var til hérlendis er því miður horfin og því enginn iðnaðarvefnaður til staðar lengur. Textílframleiðslan á ullinni er því frekar einhæf hér á landi.

Hjá Kormáki og Skildi höfum við haft það markmið að snúa þróuninni við þegar kemur að vefnaði úr íslenskri ull. Okkar sýn er að iðnaðarvefnaður úr íslenskri ull komist aftur á laggirnar hér á landi. Því höfum við hafið framleiðslu á íslensku “ Tweed “ bæði fyrir innlendan markað og erlendan.

Ullin í “ Tweedinu “ er í grunnlitunum fjórum þ.e. mórauður, hvítur, grár og svartur. Úr þessum fjórum litum hönnum við úrval mynstra og blöndum samana litunum sem saman mynda heildstæða línu. Ullin kemur frá öllum landshornum Íslands, ullarbandið er spunnið af Ístex í Mosfellsbæ og er svo er “ Tweedið “ ofið í einni bestu millum í Evrópu, Seidra í Austurríki. Draumurinn er að geta gert allt ferlið eingöngu hérlendis en til þess vantar enn tæki og þekkingu sem hefur með tímanum tapast að hluta.

Frá árinu 2010 hafa Kormákur & Skjöldur verið að hanna sínar eigin fatalínur sem hafa með árunum stækkað og dafnað. Þar sem viðtökur hafa verið frábærar teljum við að nú sé tímabært að fara skrefi lengra og hanna fatalínu úr íslenskri ull, íslensku Tweed-i. Við viljum að fatalínan okkar verði ekki bara íslensk hönnun heldur einnig úr íslenskum efnivið. Það var upphafið að þessari vöruþróun okkar.

Íslanska ,,Tweedið“ hefur einnig vakið athygli eiganda húsgagnaverslunarinnar Epal, sem frábær kostur sem áklæði fyrir innlenda sem og erlenda húsgagnaframleiðendur. Efnið hefur staðist allar gæðaprófanir og er leitast við að varan sé í senn nátturuvæn og með sömu gæði og samkeppnisaðilar erlendis bjóða upp á.  Markmið Epal er að kynna húsgögn sem bólstruð eru með íslensku „Tweedi“ sem valkost í húsgagnaframleiðslu á Hönnunarmars.
Í verslun Kormáks og Skjaldar verður kynnt fyrsta framleiðslan okkar úr “ Tweedin “ Þar má finna Jakka, Buxur, Vesti og höfuðföt.

Í verslun Epal má finna hinn klassíska EJ 270-3 sófa frá Erik Jörgensen sem fyrirtækið hefur notað hið íslenska “ Tweed “ í framleiðsluna og svo tvær útgáfur af hinum klassisk Kjarvalsstólum endurgerðir með “ Tweedinu “.

 

Verið velkomin á Hönnunarmars í Epal Skeifunni.