HEWI

Saga þýska hönnunarfyrirtækisins HEWI nær allt aftur til ársins 1929 þegar fyrirtækið var stofnað af Heinrich Wilke. Í dag er fyrirtækið margverðlaunað og leiðandi á sviði aðgengishönnunar, en það hannar og framleiðir m.a. ýmis stuðningshandföng, baðbekki, handlaugar, salernisstoðir og aðra hönnun fyrir baðherbergi með notagildi og fullkomið aðgengi í huga. HEWI hefur margoft unnið alþjóðlegu Red Dot verðlaunin fyrir bestu hönnunina, og árið 2011 unnu þeir verðlaunin “Architects Favourite” í flokki Aðgengishönnunar, en baðherbergislína HEWI nýtur mikilla vinsælda meðal arkitekta og innanhússhönnuða um heim allann.

Vörulínur HEWI fást nú í Epal.

Komdu við og fáðu nánari upplýsingar.