HEIMSÓKN UM HELGINA

Þrír sérfræðingar frá eftirtöldum fyrirtækjum verða hjá okkur núna um helgina, 7-8.júní. Carl Hansen & son, Montana og Eilersen. 20% afsláttur verður veittur af öllum pöntunum og sýningarvörum frá þessum aðilum um helgina.

Húsgagnasmiðurinn Carl Hansen stofnaði fyrirtæki sitt upphaflega árið 1908 með það að leiðarljósi að framleiða og smíða framúrskarandi hágæðahúsgögn. Sonur hans Holger tók síðar yfir fyrirtækið og hafði þá frumkvæði að því að framleiða húsgögn eftir Hans J. Wegner sem var þó óþekktur á þeim tíma. Eins og við vitum flest varð Hans J. Wegner einn frægasti húsgagnahönnuður heims og hefur fyrirtækið Carl Hansen & son orðið leiðandi húsgagnaframleiðandi á danskri hönnun.


Peter J. Lassen stofnaði Montana Møbler árið 1982, Montana er fjölskyldufyrirtæki og fer öll framleiðslan fram í Danmörku. Montana eru hillueiningar fyrir heimili og skrifstofur og er hægt að móta hillurnar á ýmsa vegu og koma þær einnig í mörgum litum. Því er hægt að fá hillur sem henta þér fullkomnlega og gera rýmið einnig persónulegra.

Danski húsgagnaframleiðandinn Eilersen á sögu sína að rekja allt aftur til ársins 1895 þegar hinn ungi Niel Eilersen starfaði sem hestakerrusmiður. Hann var sá fyrsti í Danmörku til að nota gufu til að beygja við, en þá aðferð notaði hann til að smíða kerruhjólin. Þegar sá tími kom að bílar tóku við af hestukerrum hóf Eilersen verksmiðjan að smíða sæti í bíla og rútur. En þegar að verksmiðjan brann til kaldra kola árið 1934 breyttust áherslur Eilersen algjörlega sem hóf þá að framleiða hágæða bólstruð húsgögn. Í dag rekur fjórða kynslóð Eilersen fjölskyldunnar verksmiðjuna sem einbeitir sér að hönnun og smíði á gæðasófum sem njóta mikilla vinsælda í dag um heim allann.

Kíktu við um helgina og gerðu góð kaup!