Fuzzy – litli íslenski gærukollurinn

 

Það var árið 1972 sem Sigurður Már Helgason hannaði og smíðaði fyrsta fuzzy kollinn. Fuzzy hefur fjóra ávala og sterka viðarfætur og er setan bólstruð með ekta íslenskri gæru.

Fuzzy er algerlega tímalaus hönnun sem á inni alls staðar fyrir einstakt útlit og flott yfirbragð og hefur lengi verið vinsæll á íslenskum heimilum og þótt tilvalinn í gjafir hvort sem það er útskrift, ferming eða önnur tilefni.