Kubbar: íslensk hönnun fyrir börnin

Íslenskir Kubbar gerðir úr lerki frá Hallormsstaðaskógi. Kubbarnir eru hannaðir og framleiddir af hjónunum Guðrúnu Valdimarsdóttur, vöruhönnuði og Oddi Jóhannssyni, grunnskólakennara.
Í hverjum kassa eru 42 kubbar, þeir eru allir af sömu stærð og hliðar kubbana ganga hver upp í aðra sem gerir möguleika á uppröðun mikla. Kubba er hægt að nota í ýmis konar leiki; byggja úr þeim hús og hallir, leggja með þeim vegi og nota þá sem dómínókubba svo dæmi séu tekin. Stærð og lögun kubbanna gerir þá hentuga fyrir börn sem hafa ekki þroskað að fullu fínhreyfingar sínar en þeir henta ekki síður í skapandi leiki eldri barna.