Fermingargjafahugmyndir Epal

Er ferming framundan?

Við tókum saman nokkrar góðar gjafahugmyndir fyrir fermingarbarnið. Það er gaman að gleðja fermingarbarnið með tímalausri hönnun sem mun fylgja þeim inn í fullorðinsárin. Fallegur stakur hönnunarstóll í herbergið, hleðslulampar og ljós, String hillur, rúmföt og rúmteppi, hönnunarbækur og önnur vönduð smávara fyrir unglingaherbergið eru dæmi um gjafir sem endast vel og lengi. Leyfðu okkur að aðstoða þig við valið. Gefðu gjöf frá frægustu hönnuðum heims.

 

– Flettu lengra til að skoða fermingargjafahugmyndirnar – 

 

String hillukerfið býður upp á marga notkunarmöguleika sem henta vel fyrir unglingaherbergið og hægt að velja meðal annars um String skrifborð, vegghillur, hillusamstæður eða náttborð. Smelltu hér til að skoða String í vefverslun.

Klassískir borðlampar í mörgum litum ásamt hleðslulömpum sem njóta mikilla vinsælda í dag er vönduð gjöf sem gleður alla fagurkera. Smelltu hér til að skoða úrvalið af hleðslulömpum.

Vönduð rúmteppi og sængurföt er tilvalin fermingargjöf. Smelltu hér til að sjá úrvalið í vefverslun Epal. 

Smelltu hér til að sjá úrvalið af sængum og koddum. 

Klassískur og stakur stóll nýtur sín vel í herberginu, við eigum til gott úrval á lager af fallegum hönnunarstólum í mörgum litum. Smelltu hér til að sjá brot af úrvalinu frá Fritz Hansen. 

Við eigum til örfá eintök af Jensen 90×200 rúmum í beige lit með olíubornum viðarfótum. Tilboðsverð 119.000 kr. Fullt verð 169.500 kr. Kíktu við hjá okkur í Epal Skeifunni til að skoða rúmin.

 

Hjá okkur í Epal finnur þú gott úrval af vönduðum hönnunar og lífstílsbókum ásamt skemmtilegum albúmum. Smelltu hér til að skoða úrvalið. 

Spilin frá Printworks eru ekki bara skemmtileg heldur koma í fallegum umbúðum sem gaman er að hafa uppivið. Tilvalin fermingargjöf! Smelltu til að sjá úrvalið af spilum í vefverslun Epal.

Klassísk viðardýr eftir Kay Bojesen gleðja unga sem aldna. Smelltu hér til að sjá úrvalið. 

 

Smelltu hér til að sjá enn fleiri fermingargjafahugmyndir