CH24 afmælisútgáfa 2023

Carl Hansen & Søn kynna afmælisútgáfu CH24 sem framleidd er í takmörkuðu upplagi í tilefni af afmælisdegi húsgagnahönnuðarins Hans J. Wegner þann 2. apríl.

2023 afmælisútgáfa CH24 stólsins er úr FSCTM vottaðri olíuborinni eik með tvíofinni setu úr náttúrulegum pappírsþræði. Stóllinn er merktur með brass plötu sem grafin er með undirskrift Hans J. Wegner ásamt fæðingardegi.

Afmælisútgáfa CH24 er aðeins til sölu þann 30. mars en forsala stendur yfir frá 20. mars

Verð 139.900,-kr

Innblásturinn á bakvið þessa einstöku sérútgáfu kemur frá THE LAB sem er lærlingaverkstæði Carl Hansen & Søn í Danmörku þar sem 20 upprennandi húsgagnasmiðir fá þjálfun og menntun hvert ár. Lærlingarnar fengu það verkefni að hanna og útfæra hugmynd af nýju sæti í CH24 Wishbone stólinn. Besta tillagan var að lokum prófuð, samþykkt af Hans J. Wegner Tegnestue og þróuð áfram af færustu vefarameisturum Carl Hansen & Søn.