Vor & sumar nýjungar frá Sebra

Sebra er danskt hönnunarfyrirtæki sem framleiðir vönduð húsgögn og smávörur fyrir börn sem njóta mikilla vinsælda. Nú á dögunum fengum við til okkar glæsilegar vor og sumar nýjungar frá Sebra ásamt 80 ára afmælisútgáfu af klassíska Sebra rúminu í litnum Jette Beige sem er hlutlaus og fallegur litur innblásinn af björtum norrænum ströndum.

Barnarúmið frá Sebra er einstaklega fallegt og tímalaus hönnun sem vex með barninu. Rúmið býður uppá tvær lengdir frá 115 cm uppí 155 cm og hentar vel strax frá fæðingu. Hægt er að stilla botinn á rúminu í tvær stillingar og fjarðlægja rimla eftir þörfum.

Komdu við hjá okkur og sjáðu úrvalið eða kynntu þér vöruúrvalið frá Sebra í vefverslun Epal.is

Ungbarnastuðkantur Sebra er fylltur með silkimjúku Kapok, náttúrulegu efni sem hefur bakteríudrepandi eiginleika sem andar og er temprandi.