DAGSKRÁ HELGARINNAR

Um helgina verða hönnuðir í Epal Skeifunni að kynna vörur sínar, þær Signý frá Tulipop og Edda Skúladóttir frá Fluga Design.

Signý Kolbeinsdóttir teiknari og hönnuður hefur vakið mikla lukku meðal barna og fullorðinna með krúttlegum fígúrum og litríkum heim Tulipop. Þar má nefna sparibaukinn Mosa, Herra Tré lampann og fallega myndskreytta diska, pennaveski og fleiri skemmtilegar smávörur.

Signý verður í Epal laugardaginn 15.desember á milli 13 og 16.


Edda Skúladóttir hannar kvenfatnað og fylgihluti undir nafninu Fluga. Edda er lærður klæðskeri og starfaði í nokkurn tíma í Los Angeles meðal annars hjá þekkta tískumerkinu BeBe.

Edda verður í Epal á sunnudaginn 16.desember á milli 12-15 að kynna fallega klúta sem að hún hannar og saumar úr silkibútum.

Sjáumst um helgina í Epal.