JÓLAGJAFAHUGMYNDIR: FYRIR HANA

Hér að neðan má sjá nokkrar hugmyndir af jólagjöfum, hjá okkur í Epal er mikið úrval af gjafavöru, kíktu við og fáðu aðstoð við valið.

Skartgripatré frá Menu er falleg gjöf.

Ferm Living býður upp á mjög gott úrval af púðum í allskyns mynstrum og litum.

Gefðu íslenska hönnun í pakkann! Frá Umemi eru margir fallegir púðar og í nokkrum litum.

Bourgie lampinn frá Kartell er fallegur.

Ekki Rúdolf snaginn frá Ingibjörgu Hönnu er flottur til að hengja á flíkur, töskur eða skartgripi.

Tinna Gunnarsdóttir hannaði þessa fallegu snaga sem kallast Starkaður og kemur formið frá hvalatönnum.

Nappali er nýleg hönnun frá iittala, kertastjakarnir koma í nokkrum litum og stærðum.

Frá HAY er úrval af fallegum og einstökum rúmfötum sem hönnunarteymið Scholten&Baijing hannaði.

Hábollar eða Hoch die Tassen frá Hrafnkel Birgisson eru flottir undir kaffi, en einnig er flott að geyma skartgripi í stökum bolla.

Steinunn Vala hannar undir nafninu Hring eftir hring litríka og fallega skartgripi, eyrnalokka, hálsmen og hringa.

Klassísku Marimekko veskin eru til í mörgum stærðum og litum.

Maribowl frá iittala er mjög vinsæl, hægt er að safna skálunum, en einnig er fallegt að eiga staka undir meðlæti, sósur eða nammið.

 Frá iittala er mikið úrval af gjafavöru í breiðum verðflokki, glerfuglar, vasar, kertastjakar, stell, glös og margt fleira.