Hönnunarmars 2020 // Hið íslenska tvíd

Epal tekur þátt í HönnunarMars tólfta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Kormákur og Skjöldur eru á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars með sýninguna Hið íslenska tvíd“.

Kormákur og Skjöldur tilkynna með ánægju að í fyrsta skipti í tæp 50 ár er hafin framleiðsla á íslensku „tvídi“. Á HönnunarMars þá kynnum við efnið og sýnum jakka, vesti, buxur og höfuðföt úr efninu. Epal sýnir einnig klassísk húsgögn bólstuð með íslensku tvídi.

Okkur hjá Kormáki og Skildi og Epal er sönn ánægja að tilkynna að í fyrsta skipti í tæp 50 ár þá er hafin framleiðsla á íslensku “ Tweedi “

Á hönnunarmars þá erum að að fagna verkefni sem Kormákur og Skjöldur hafa verið að undirbúa í nokkur ár sem er framleiðsla á íslensku “ Tweedi “ eða vaðmáli úr íslenskri ull. Vara sem ekki hefur verið framleitt hérlendis síðan á sjöunda áratug síðustu aldar. Sú var tíðin að íslenskt Tweed efni var framleitt hérlendis. Öll stig framleiðslunnar voru unnin hér. Allt frá því að bóndinn afhenti hráa ullina, ullin var hreinsuð og þvegin, kembd og spunnið úr henni ullarband. Bandið var svo ofið í Tweed efni sem var notað í fatnað, teppi, áklæði og margskonar aðra hluti. Gamla Álafoss úlpan er gott dæmi um fatnað sem nýtti íslenskt tweed.

Sumar aðferðir við vinnslu textílefna hafa þó viðhaldist betur hér á landi en aðrar. Prjón og hekl eru aðal vinnsluaðferðir okkar. Vefnaðurinn er talinn gera textílefnið sterkara en við erum ekki að framleiða ofin textílefni lengur og hefur vefnaður úr íslensku ullinni horfið að mestu leyti. Sá tækjakostur og þekking sem var til hérlendis er því miður horfin og því enginn iðnaðarvefnaður til staðar lengur. Textílframleiðslan á ullinni er því frekar einhæf hér á landi.

Hjá Kormáki og Skildi höfum við haft það markmið að snúa þróuninni við þegar kemur að vefnaði úr íslenskri ull. Okkar sýn er að iðnaðarvefnaður úr íslenskri ull komist aftur á laggirnar hér á landi. Því höfum við hafið framleiðslu á íslensku “ Tweed “ bæði fyrir innlendan markað og erlendan.

Ullin í “ Tweedinu “ er í grunnlitunum fjórum þ.e. mórauður, hvítur, grár og svartur. Úr þessum fjórum litum hönnum við úrval mynstra og blöndum samana litunum sem saman mynda heildstæða línu. Ullin kemur frá öllum landshornum Íslands, ullarbandið er spunnið af Ístex í Mosfellsbæ og er svo er “ Tweedið “ ofið í einni bestu millum í Evrópu, Seidra í Austurríki. Draumurinn er að geta gert allt ferlið eingöngu hérlendis en til þess vantar enn tæki og þekkingu sem hefur með tímanum tapast að hluta.

Frá árinu 2010 hafa Kormákur & Skjöldur verið að hanna sínar eigin fatalínur sem hafa með árunum stækkað og dafnað. Þar sem viðtökur hafa verið frábærar teljum við að nú sé tímabært að fara skrefi lengra og hanna fatalínu úr íslenskri ull, íslensku Tweed-i. Við viljum að fatalínan okkar verði ekki bara íslensk hönnun heldur einnig úr íslenskum efnivið. Það var upphafið að þessari vöruþróun okkar.

Íslanska ,,Tweedið“ hefur einnig vakið athygli eiganda húsgagnaverslunarinnar Epal, sem frábær kostur sem áklæði fyrir innlenda sem og erlenda húsgagnaframleiðendur. Efnið hefur staðist allar gæðaprófanir og er leitast við að varan sé í senn nátturuvæn og með sömu gæði og samkeppnisaðilar erlendis bjóða upp á.  Markmið Epal er að kynna húsgögn sem bólstruð eru með íslensku „Tweedi“ sem valkost í húsgagnaframleiðslu á Hönnunarmars.
Í verslun Kormáks og Skjaldar verður kynnt fyrsta framleiðslan okkar úr “ Tweedin “ Þar má finna Jakka, Buxur, Vesti og höfuðföt.

Í verslun Epal má finna hinn klassíska EJ 270-3 sófa frá Erik Jörgensen sem fyrirtækið hefur notað hið íslenska “ Tweed “ í framleiðsluna og svo tvær útgáfur af hinum klassisk Kjarvalsstólum endurgerðir með “ Tweedinu “.

 

Verið velkomin á Hönnunarmars í Epal Skeifunni.

Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd // Hönnunarmars 2020 í Epal

Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd

Með þátttöku Epal í tólfta sinn á HönnunarMars verður sýnd áhugaverð hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða. Epal hefur haft að leiðarljósi frá stofnun árið 1975 að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi með því að velja hönnun og gæðavörur sem skara fram úr. Epal hefur alla tíð stutt íslenska hönnuði og lagt sig fram um að hjálpa þeim við að koma verkum sínum á framfæri og í framleiðslu og hluti af því er þátttaka í Hönnunarmars.

Staðsetning: Epal Skeifan 6, 108 Reykjavík.

Hönnunarmars í Epal stendur yfir dagana 24. – 27. júní 2020.

Opnunartími :

FIMT : 10-18

FÖST : 10-18

LAU : 11-16

íslensk hönnun Hönnunarmars 2020 Epal

Afmælistilboð á Trenton sófum frá Eilersen –

Við kynnum frábært tilboð á Trenton sófum frá danska húsgagnaframleiðandanum Eilersen* sem gildir til 31. desember 2020.

Trenton sófinn er í klassískum skandinavískum stíl ásamt því að vera einstaklega þægilegur sem er einmitt það sem Eilersen eru þekktastir fyrir.

Danski húsgagnaframleiðandinn Eilersen eru heimsþekktir í dag fyrir gæði og góða hönnun, en sögu þeirra má rekja aftur til ársins 1895.

Áherslur Eilersen hafa breyst með tímanum og framleiða þeir í dag hágæða bólstruð húsgögn sem þykja með þeim allra vönduðustu. Í dag rekur fjórða kynslóð Eilersen fjölskyldunnar verksmiðjuna sem einbeitir sér að hönnun og smíði á gæða sófum sem njóta mikilla vinsælda um heim allann fyrir einstök gæði og fallega hönnun.

Verið velkomin til okkar í Epal Skeifunni og kynnið ykkur gæði Eilersen sófanna.

 

Afmælistilboð – Svanurinn með 20% afslætti

Við kynnum frábært afmælistilboð á Svaninum eftir Arne Jacobsen.

Svanurinn var upphaflega hannaður af Arne Jacobsen árið 1958 fyrir anddyri og setustofur á SAS Royal Hótelinu í Kaupmannahöfn. Á þeim tíma þótti Svanurinn nýstárlegur stóll, engar beinar línur – heldur aðeins mjúkar línur. Þessi formfagri og klassíski stóll hefur notið mikilla vinsælda undanfarna áratugi og er framleiddur hjá Fritz Hansen.

Svanurinn er nú á frábæru tilboði til 1. ágúst í áklæðunum Christianshavn, Fame og Aura leðri og því hægt að sérsníða stólinn að þínum smekk.

Verið velkomin í verslun okkar í Skeifunni og kynnið ykkur Svaninn á tilboði.

Svanurinn tilboð Epal

50% afsláttur af náttborðum, náttlömpum og skammelum frá Jensen

Við kynnum nýtt og glæsilegt tilboð frá Jensen sem gildir til 30. júní 2020.

50% afsláttur af náttborðum, náttlömpum og skammelum. 

Jensen rúmin eru gæðavottuð eftir alþjóðlegum stöðlum og bera einnig Svansmerkið, en strangar kröfur þess tryggja að Svansmerkt vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna.

Jensen hefur framleitt gæðarúm frá árinu 1947 og hafa þeir hlotið verðlaun frá norska hönnunarráðinu fyrir þægindi, framleiðslu og góða hönnun.
Öll framleiðsla og hönnun fer fram í Noregi og eru rúmin sérsniðin hverjum og einum viðskiptavini með ótal möguleikum varðandi gormakerfi, yfirdýnur, áklæði, fætur, liti og allt útlit rúmsins, einnig er afhendingartími stuttur. Hægt er að velja stillanlegt rúm, Kontinental og boxdýnur ásamt því að Jensen er með úrval af yfirdýnum.

Veldu Jensen rúm fyrir betri og heilbrigðari svefn, nótt eftir nótt, ár eftir ár.

Öll rúm frá Jensen eru með 5 ára ábyrgð og 25 ára ábyrgð á rúmbotnum og gormakerfi. Vertu velkomin í verslun okkar í Skeifunni 6 og sjáðu glæsilegan sýningarsal á efri hæð verslunar okkar þar sem hægt er að kynna sér Jensen rúmin betur.

EJ 220 sófinn er 50 ára í ár

EJ 220 sófinn er 50 ára í ár og bjóðum við í tilefni þess upp á 25% afslátt af sófanum til 31. september 2020.

Erik Jørgensen (1928-1998) var lærður bólstrari og söðlasmiður og stofnaði hann fyrirtæki sitt Erik Jørgensen Møbelfabrik árið 1954 í Svendborg. Upp úr 6. áratugnum var Erik mjög upptekinn af þeirri hugmynd að endurhanna hinn hefðbundna sófa og gera þetta vinsæla húsgagn fagurfræðilega aðlaðandi og þægilega upplifun í senn. Erik hafði hæfileika í því að sameina gott handverk og þekkingu á efnum við nýjustu tískubylgjur í hönnun og var útkoman kassalaga sófinn EJ220 sem nýtur í dag gífurlega mikilla vinsælda og er svo sannarlega klassísk hönnun.

Verið velkomin til okkar í Epal Skeifunni og fáðu ráðgjöf við valið ásamt upplýsingum um verð.

 

Epal mælir með : Viðhald húsgagna með Guardian

Öll húsgögn þarfnast viðhalds

Guardian ver húsgögnin þín og viðheldur fegurð þeirra og verðgildi með vörulínum sem eru sérstaklega hannaðar til að verja leður, textíl, við og fleira. Náttúruleg efni eins og leður og við þarf að hugsa vel um og með því að hreinsa og bera á húsgögnin haldast þau falleg um ókomna tíð.

Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur betur þessar gæða vörur. Hægt er að hafa samband við starfsfólk okkar í húsgagnadeild varðandi faglega ráðgjöf hvaða Guardian vöru skal velja, gott er að senda tölvupóst á [email protected]. Sjá einnig í vefverslun Epal https://www.epal.is/vorumerki/guardian og á heimasíðu Guardian. 

Við mælum með að skoða þetta myndband hér að neðan frá Fritz Hansen og Carl Hansen & son sem leiðbeinir varðandi umhirðu á leður og viðarhúsgögnum.

 

 

Einstakur safngripur! CH24 dökkblár lakkaður

Til að fagna afmælisdegi Hans J. Wegner hefur hönnuðurinn Ilse Crawford sett sitt mark á Y stólinn.
CH24 árituð afmælisútgáfa Hans J. Wegner í gljáandi dökkbláum lit er bæði aðlaðandi, tímalaus og nútímaleg. Einstakur áritaður safngripur sem aðeins verður til sölu til 30. apríl 2020.

Verið hjartanlega velkomin til okkar í Epal Skeifunni og sjáið þessa einstöku hönnun frá Carl Hansen & Søn

Sumartilboð á útihúsgögnum frá Skagerak

Skagerak er danskt fjölskyldurekið hönnunarfyrirtæki stofnað árið 1976 sem framleiðir gæða húsgögn og smávöru með áherslu á framúrskarandi handverk og klassíska hönnun. Skagerak uppfyllir hæstu gæðastaðla þegar kemur að umhverfi, ábyrgð og gagnsæi og nota þau einnig aðeins FSC vottaðan við í framleiðslu sína.

Við kynnum sumartilboð á útihúsgögnum frá Skagerak! 

Núna er rétti tíminn til að leggja inn pöntun fyrir útihúsgögnum þar sem styttist í hið íslenska sumar þar sem við njótum veðurblíðunnar í garðinum eða á pallinum.

Í Epal finnur þú úrval af glæsilegum og klassískum útihúsgögnum úr miklum gæðum sem endast vel og þola íslenskt veðurfar. Á meðal okkar fremstu fyrirtækja í útihúsgögnum eru dönsku fyrirtækin Skagerak og Cane-line en einnig bjóðum við upp á nútímaleg gæðahúsgögn frá vinsæla danska hönnunarmerkinu HAY sem notið hafa gífulegra vinsælda ásamt umhverfisvænum útihúsgögnum frá Mater. Þú finnur einnig úrval af fallegum smávörum fyrir garðinn og pallinn í Epal.