Sniðug nýjung frá Black + blum (http://www.black-blum.com/)
Sniðug nýjung frá Black + blum (http://www.black-blum.com/)
Steinunn Vala Sigfúsdóttir hannar skartgripalínuna Hring eftir Hring.
Steinunn Vala Sigfúsdóttir hefur gert það gott með skartgripalínu sína Hring eftir Hring. Um leið og línan kom á markað varð hún feikilega vinsæl. Ekki leið á löngu þar til aðrir aðilar voru farnir að apa eftir hönnun Steinunnar Völu.
Hún segist hafa tekið eftirlíkingunum mjög nærri sér til að byrja með. Verst þykir henni þegar fólk kemur með hringa eftir aðra og vill fá að skipta þeim hjá henni.
Skartgripir í línunni Hring eftir Hring eru búnir til úr leir. Hringar og eyrnalokkur eru mest áberandi í línunni og koma þeir í mörgum fallegum litum.
Forsaga málsins er sú að Steinunn Vala, sem er verkfræðingur að mennt, ákvað að söðla um og fór í Prisma nám á vegum Listaháskóla Íslands og Bifrastar. Í náminu kviknaði hugmynd að skartgripalínunni Hring eftir Hring. Línan sló strax í gegn þegar hún kynnti hana fyrir skólafélögum sínum í mars 2009.
Steinunn Vala segist fyrst hafa orðið vör við eftirlíkingarnar fyrir síðustu jól. Nokkrum mánuðum áður hafði hún reyndar rekist á heimasíðu sem seldi svipaða vöru og hennar. Síðan kom að því að fólk fór að koma á vinnustofu hennar til að skipta hringum sem það taldi að væru eftir hana. Þegar hún sagðist ekkert kannast við skartgripi fólksins varð það mjög undrandi.
Skartgripirnir frá Hring eftir Hring koma í fallegum kössum með myndum á. Steinunn Vala lenti í því um daginn að fá konu á vinnustofu sína sem vildi fá umbúðir hjá henni því hún sagði að það hafi gleymst að setja mynd inn í kassann. Þegar Steinunn Vala sagði henni að hringurinn væri ekki eftir hana varð hún hissa og þrætti við hana.
Ég varð alveg miður mín þegar ég rakst á fyrstu heimasíðuna sem selur eftirlíkingar eftir hönnun minni. Mér fannst eins og fólk væri að stela frá mér enda er ég búin að leggja allt mitt í Hring eftir Hring. Það er spælandi að leggja mikinn metnað í hönnun, enda kostar fullt af peningum að vera í vöruþróun. Á einhverjum tímapunkti hef ég hugleitt að hætta þessu.
Steinunn Vala segir að það sé erfitt starf að hafa afskipti af fólki sem stælir hönnun. Hún bendir á að til séu reglur um hönnunarvernd og það sé ekki hægt að banna fólki að búa til hluti fyrir sig. Það sé hinsvegar óheimild að hagnast á því.
Vörurnar frá Hring eftir Hring eru seldar í Epal, verslun Bláa Lónsins, Sirku á Akureyri, Sveitabúðinni Sóley og í Kraum.
Framleiðandi Louis Poulsen
Hönnuður: Louise Campbell.
Á mildum sólríkum sumardegi þar sem andvarinn lék um lauf trjánna og myndaði rómantískar og heillandi myndir ljóss og skugga á botni skógarins. Þar kviknaði hugmyndin að Collage.
Collage eru framleiddir sem hengilampar og gólflampar. Þeir eru hannaðir af Louise Campbell. Hún er hönnuður af ungu kynslóðinni sem hefur vakið mikla athygli fyrir frísklega hönnun.
Lampinn var fyrst kynntur árið 2004 og sama ár hlaut hann hin eftirsóttu hönnunarverðlaun iF Product Design Award í gulli.
Louis Poulsen hefur alla tíð lagt áherslu á gæði í lýsingu og á það jafnt við um Collage sem eldri lampa. Ofbirtuvörnin er fengin með þrem lögum af laserskornu akríl með áferð sem skorin er með sporbaugslaga (ellipse) ferli og minnir á skógarferð þar sem geislar sólarinnar skína gegn um laufkrónur trjánna.
Ljósgjafinn er glópera eða smáflúrpera (sparpera) 23W Ambiance PRO 827 frá Philips. Lampinn gefur því rými sem hann lýsir upp sérlega notalegan, hlýjan og örlítð kvennlegan blæ.
Með Collage- lampanum fer Louis Poulsen inn á nýjar brautir í framleiðslu sinni. Lousie Campbell hugsar í nýjum víddum og efnum. Það gerir framleiðsluferlið ekki léttara en það er er algjör nýjung í lampahönnun þar sem ljóshlífin er handunnin og jafnframt unnin með nýjustu lasertækni. Collage lampinn er framleiddur sem hengilampi í tveim stæðum, 360x600mm og 270x450mm og góflampi sem er 1600x600mm.
Hönnuður: Shoichi Uchiyama.
Stefna mín við hönnun lampa og lýsingar er mild óbein lýsing. Glýjufrí mild og hagkvæm birta sem gefur fallegan hlýjan blæ og vinalegt umhverfi.
Frá árinu 2003 hefur Louis Poulsen framleitt hengilampann, Enigma (ráðgáta).
Enigma er hannaður í samvinnu við einn þekkstasta lýsingarhönnuð japana, Shoichi Uchiyama og samkvæmt japönskum hefðum í lýsingartækni. Hönnuður hefur valið spegil-halogen ljósgjafa 230 Volta, 50 Watta, QPAR 16 með GU 10 sökkli.
Ljóslitur perunnar er 2900 K sem er heldur hvítari en glóperulýsing (2700 K) og gefur hlý-hvítt ljós. Þar sem þessi ljósgjafi er gerður fyrir 230V spennu er auðvelt að stýra birtunni með ljósdeyfi.
Stærsti lampinn, Enigma 825 (vísar til þvermáls efsta disksins) hentar vel þar sem hátt er til lofts en hann er hægt að fá með 150W halogenperu sökkull e27 eða 70W 0g 35W HIT (málm-halogenperu.
Hönnun lampans er sérlega fáguð og vel af hendi leyst.
Hún tekur mið af notkun nútíma efna sem með formi og lögun gerir það að verkum að lampinn virðist nánast svífa í lausu lofti, frískur og eðlilegur.
Ljósgjafanum er komið fyrir í keilulaga umgerð úr bustuðu og lökkðu áli og er lýsing hans bein lýsing niður, þar sem ljósgeislinn endurkastast af fjórum (425), fimm (545) eða sjö (825) sandblásnum acrylic diskum en þeir hanga í stáltaugum niður af lampanum, þannig að stærsti diskurinn er efst en sá minnsti neðst.
Þessi uppröðun gefur milda og ofbirtulausa lýsingu sem uppfyllir allar hinar ströngu kröfur Louis Poulsen um gæði lýsingar.
Vörn lampans gegn snertingu utanaðkomandi hluta og raka er IP 20 sem táknar að hann er gerður til notkunnar innahúss í þurru upphituðu rými.
Varnarráðstöfun gegn of hárri snertispennu er flokkur II, tvöföld einangrun.
Þyngd 425 lampans er 1,0 kg. og 545 lampans 2,0 kg. Stærsti lampinn, 825, er að hámarki 7 kg.
Þrif. Til að þrífa lampann er rétt að nota mjúkan, þéttan klút, þurran eða rakan en engin sterk þvottaefni.
Furnibloom
Flott hekluð hálsmen hönnuð af Erlu Sigurðardóttir
Sjá umfjöllun:
„Incandescent lamp phase out and its effect in Iceland”
The following text is written as an excerpt from the following:
Master thesis. Architectural lighting design. Royal Institute of Technology,
Stockholm, Sweden
School of Technology and Health – Lighting laboratory.
Author: Halldor Steinn Steinsen M.sc . student in architectural lighting
design.
Lýtalaus hönnun.
Louis Poulsen Lighting hefur fjölgað í flóru götulýsingar með hinum velheppnaða LP Hint. Þessi nýja viðbót við lampa er hönnuð af sænska iðnhönnuðinum Helenu Tatjönu Eliason.
LP Hint er kjörið dæmi um það hvernig hógværð einfaldleikans hylur fullkomnna hönnun lampans og það er eins með margar góðar hugmyndir að þær verða til við ótrúlegustu sýn á umhverfið. Innblástur iðnhönnuðarins var sem sagt plíseraður pilsfaldur ömmu og ljósbrotið frá gleraugum afa hennar. Þessi grunnhugmynd þróaðist síðan þar til útkoman leit dagsins ljós. LP Hint götuljósalampi.
LP Hint lampinn er alhliða ljósbúnaður þar sem allt pláss er gjörnýtt innan ytra byrðis þar sem búnaði lampans, tengistykki við stólpa, tengibretti, straumfestu, s spegli, ljósgjafa er komið fyrir á mjög skipulagðan hátt. Auðvelt er að koma hlutum fyrir og allt viðhald tekur lágmarks tíma og ekki þarf verkfæri við skipti á ljósgjafa (peru).
LP Hint er framleiddur í þrem útgáfum: Með allveg lokuðu húsi og með opal shade topphlíf sem slær ljósbjarma á hús lampans, Opal er stefnuvirkur leiðarvísir í t.d. hæðóttu umhverfi.
Ljóshlífar eru úr gleri fest inn í lampann eða í lægri stöðu sem þá beinir ljósrönd beint niður. Þessi ljósrönd hefur þessa stefnuvirkni, auk þess sem hún hefur fegrandi áhrif á umhverfið og gerir þannig ljósröndina meira en aðeins afmarkaðan svip á gangstígin eða stéttina.
LP Hint er hannaður eins og stýfð keila, samt eru hliðar lampans sem tengja hann við stólpann lóðréttar. Þetta einfalda hönnun gerir lampann verður til þess að auðvelt er að aðlaga lampann að nútíma arkitektúr. Séð frá hlið virkar lampinn eins og rétthyrningur en frá öðrum sjónarhornum frekar rúnnaður.
LP Hint er fáanlegur með áláferð, Ljósdreifing er formuð acryl hlíf með opal áferð. spegillinn er málmhúðað formað polycarbonate. Húsið er steypt ál. Ljóshlífar eru úr hertu gleri eða acryl. Lampinn er fáanlegur í þrem gerðum, Basic, Opal eða Opal með hlíf. Hann er gerður fyrir 60mm eða 115mm stólpa.
Ljósgjafar eru: 42W TC-TEL HF;
57W TC-TEL HF
70W HIE/HIT.
LP Hint basic uppfyllir kröfur um “cut off”
LP Hint Opal shade hefur topp-ljóshlíf sem lýsir gefur lampanum glóandi effect.
LP Hint Opal með ljósrönd á stétt eða stíg.
Vörn gegn innkomu: IP66
Vörn gagn snertispennu: l & ll
Þyngd 16 kg
Strengur 3×1,5q eða 2×1,5q tengibretti 3×2,5q.
Icon mini lampinn til útilýsingar er framleiddur til svæðislýsingar utanhúss og vega og götulýsingar. Hann er búinn spegli sem gerir mögulegt að nota hann, hvort sem er með jafnlægum og ójafnlægum geisla. Velja má um tvennskonar fæðingu, hvort sem er ofanfrá eða frá hlið. Hér á landi tíðkast það að nota stólpa til að bera lampa til svæðis eða götulýsingar en lampann má einnig hengja á strengdan burðarvír.
Engin ljósmengun er frá þessum lampa og uppfyllir hann “cut off” kröfur en það táknar að hámark 2,5% ljóss frá lampanum sérst yfir láréttum fleti miðað við ljóshlíf lampans. Mild birta hálfkúlunnar lýsir daufum bjarma og sýnir þannig stefnu og legu götunnar eða vegarins framundan.
Icon mini basic hefur breiða línu ljósgjafa til að velja úr.
Frágangur:
Icon mini er gerður til að tengja við stólpa með 48mm tengipípu (þvermál) eða til upphengingar á burðarstreng.
Sú gerð lampans sem gerð er fyrir tengingu í hlið lampans er afgreidd með 3×1,5q eða 2×1,5q streng, 9m að lengd. Lampi með topptengingu er afgreiddur án tengitauga eða strengs.
Lampinn er 9,5 kg þungur að hámarki.
Þétting er IP 66. Varnarráðstöfun gegn of hárri snertispennu flokkur I eða flokkur II. Lampann má festa á brennanlegt undirlag.
Lampinn er fasviksleiðréttur. Hann er afgreiddur með blindufrírri ljóshlíf og möttu gleri. Sé lampinn ætlaður til ójafnlægrar lýsingar þarf að nota pípulaga ljósgjafa, (HIT/HST).