Götu eða svæðis lýsing: Icon Mini Basic – Opal

Icon mini lampinn til útilýsingar er framleiddur til svæðislýsingar utanhúss og vega og götulýsingar. Hann er búinn spegli sem gerir mögulegt að nota hann, hvort sem er með jafnlægum og ójafnlægum geisla. Velja má um tvennskonar fæðingu, hvort sem er ofanfrá eða frá hlið. Hér á landi tíðkast það að nota stólpa til að bera lampa til svæðis eða götulýsingar en lampann má einnig hengja á strengdan burðarvír.

Engin ljósmengun er frá þessum lampa og uppfyllir hann “cut off” kröfur en það táknar að hámark 2,5% ljóss frá lampanum sérst yfir láréttum fleti miðað við ljóshlíf lampans. Mild birta hálfkúlunnar lýsir daufum bjarma og sýnir þannig stefnu og legu götunnar eða vegarins framundan.

Icon mini basic hefur breiða línu ljósgjafa til að velja úr.

Frágangur:

Icon mini er gerður til að tengja við stólpa með 48mm tengipípu (þvermál) eða til upphengingar á burðarstreng.

Sú gerð lampans sem gerð er fyrir tengingu í hlið lampans er afgreidd með 3×1,5q eða 2×1,5q streng, 9m að lengd. Lampi með topptengingu er afgreiddur án tengitauga eða strengs.

Lampinn er 9,5 kg þungur að hámarki.

Þétting er IP 66. Varnarráðstöfun gegn of hárri snertispennu flokkur I eða flokkur II. Lampann má festa á brennanlegt undirlag.

Lampinn er fasviksleiðréttur. Hann er afgreiddur með blindufrírri ljóshlíf og möttu gleri. Sé lampinn ætlaður til ójafnlægrar lýsingar þarf að nota pípulaga ljósgjafa, (HIT/HST).

www.louispoulsen.com