LP Hint – Götulýsing sem lagar sig að aðstæðum

Lýtalaus hönnun.

Louis Poulsen Lighting hefur fjölgað í flóru götulýsingar með hinum velheppnaða LP Hint. Þessi nýja viðbót við lampa er hönnuð af sænska iðnhönnuðinum Helenu Tatjönu Eliason.

LP Hint er kjörið dæmi um það hvernig hógværð einfaldleikans hylur fullkomnna hönnun lampans og það er eins með margar góðar hugmyndir að þær verða til við ótrúlegustu sýn á umhverfið. Innblástur iðnhönnuðarins var sem sagt plíseraður pilsfaldur ömmu og ljósbrotið frá gleraugum afa hennar. Þessi grunnhugmynd þróaðist síðan þar til útkoman leit dagsins ljós. LP Hint götuljósalampi.

LP Hint lampinn er alhliða ljósbúnaður þar sem allt pláss er gjörnýtt innan ytra byrðis þar sem búnaði lampans, tengistykki við stólpa, tengibretti, straumfestu, s spegli, ljósgjafa er komið fyrir á mjög skipulagðan hátt. Auðvelt er að koma hlutum fyrir og allt viðhald tekur lágmarks tíma og ekki þarf verkfæri við skipti á ljósgjafa (peru).

LP Hint er framleiddur í þrem útgáfum: Með allveg lokuðu húsi og með opal shade topphlíf sem slær ljósbjarma á hús lampans, Opal er stefnuvirkur leiðarvísir í t.d. hæðóttu umhverfi.

Ljóshlífar eru úr gleri fest inn í lampann eða í lægri stöðu sem þá beinir ljósrönd beint niður. Þessi ljósrönd hefur þessa stefnuvirkni, auk þess sem hún hefur fegrandi áhrif á umhverfið og gerir þannig ljósröndina meira en aðeins afmarkaðan svip á gangstígin eða stéttina.

LP Hint er hannaður eins og stýfð keila, samt eru hliðar lampans sem tengja hann við stólpann lóðréttar. Þetta einfalda hönnun gerir lampann verður til þess að auðvelt er að aðlaga lampann að nútíma arkitektúr. Séð frá hlið virkar lampinn eins og rétthyrningur en frá öðrum sjónarhornum frekar rúnnaður.

LP Hint er fáanlegur með áláferð, Ljósdreifing er formuð acryl hlíf með opal áferð. spegillinn er málmhúðað formað polycarbonate. Húsið er steypt ál. Ljóshlífar eru úr hertu gleri eða acryl. Lampinn er fáanlegur í þrem gerðum, Basic, Opal eða Opal með hlíf. Hann er gerður fyrir 60mm eða 115mm stólpa.

Ljósgjafar eru: 42W TC-TEL HF;

57W TC-TEL HF

70W HIE/HIT.

LP Hint basic uppfyllir kröfur um “cut off”

LP Hint Opal shade hefur topp-ljóshlíf sem lýsir gefur lampanum glóandi effect.

LP Hint Opal með ljósrönd á stétt eða stíg.

Vörn gegn innkomu: IP66

Vörn gagn snertispennu: l & ll

Þyngd 16 kg

Strengur 3×1,5q eða 2×1,5q tengibretti 3×2,5q.