Arne Jacobsen & Fritz Hansen

Nú stendur yfir í Epal sérstök sýning til heiðurs Arne Jacobsen sem hönnuð er af arkitektinum Micheal Sheridan fyrir Fritz Hansen.

Arne Jacobsen (1902-1971) er þekktur sem áhrifaríkasti arkitekt sem uppi hefur verið. Meistaraverk hans sem arkitekt eru meðal annars SAS hótelið í Kaupmannahöfn ásamt St Catherine skólanum í London.

Arne Jacobsen var arkitekt sem leit á húsið og búnað þess sem eina listræna heild. Hann sá oft bæði um hönnun byggingar, til þess að hanna húsgögnin ásamt öllum innréttingum og útbúnaði.

Sum af hans þekktustu húsgögnum má nefna að sé Eggið og Svanurinn sem hannaðir voru fyrir SAS Royal hótelið í Kaupmannahöfn árið 1957 og eru í dag álitin sem táknmynd skandinavískar hönnunar.

Arne Jacobsen er talinn hafa verið mikill fullkomnisti og afar háar væntingar hans til framleiðslufyrirtækja á húsgögnum sínum leiddi hann á fund með Fritz Hansen árið 1934. Sá fundur markaði upphaf af löngu og afar farsælu samstarfi, en enn þann dag í dag sér Fritz Hansen um að framleiða upphaflega hönnun Arne Jacobsen.