Ýmislegt fallegt frá HAY

 

Woody er flott eikarhilla frá HAY sem kemur jafn vel út sem frístandandi eða uppvið vegg þar ssem ekkert fram né aftur er gefið til kynna. Allar samsetningar eru sjáanlegar sem gefur hillunni mikinn karakter og hægt er að fá hana með hvítum, gráum eða marglitum hillum sem liggja lausar ofan á viðarrammanum.

DLM (don’t leave me) eru æðisleg hliðarborð sem koma í nokkrum hressandi litum. Borðið er hugsað sem færanlegt kaffiborð og er því með haldfangi svo auðvelt er að kippa því með útá svalir með kaffi og góða bók!

Loop fatahengin eru flott frístandandi fatahengi sem henta vel í andyrið eða undir uppáhaldsflíkurnar í svefnherberginu.

Einnig hefur HAY ásamt Scholten og Baijings hannað í samstarfi æðislegar vefnaðarvörur og þar má nefna þessi fallegu viskustykki hér að ofan ásamt sængurfötum.

HAY er allavega í uppáhaldi hjá okkur!