Nýjungar frá Joseph Joseph

Bráðsniðuga og flotta hönnunarfyrirtækið Joseph Joseph hefur nýlega sent frá sér ýmsar nýjungar sem eru þó í takt við eldri vörurnar, einstaklega smart, sniðugar og stílhreinar.

Cut & collect er sniðugt skurðarbretti með skúffu.

Cookbook bókastandur er sniðugur til að halda matreiðslubókinni opinni eða undir i-padinn á meðan eldað er, en bókastandinn er síðan auðvelt að geyma í bókahillunni á meðan hann er ekki í notkun.

Cooking gift set, er hugsað sem gjöf og kemur í smekklegri gjafaöskju sem inniheldur þrjár sívinsælar vörur í eldhúsið.

Sívinsælu og margverðlaunuðu litaskiptu skurðabrettin frá Joseph Joseph eru núna til með stállituðum merkingum fyrir ennþá stílhreinna útlit.

Mjög hressandi nýjung eru Kitchen beats, kassettu og plötu vinnubretti úr hertu gleri, tilvalin tækifærisgjöf fyrir tónlistarunnenda.

Hér má sjá brot af nýju vörunum frá Joseph Joseph en í Epal er mjög gott úrval af bráðsniðugum og smart vörum frá þeim.

 

Og ekki gleyma að koma við og skoða sýningu til heiðurs Arne Jacobsen sem hönnuð er af arkitektinum Micheal Sheridan fyrir Fritz Hansen.