HÖNNUNARMARS: INGA ELÍN

Á HönnunarMars í Epal sýndi Inga Elín fallega matardiska og vasa. “Það er endalaus leit að skapa tímalausa hönnun, blanda saman góðu formi og skreytingu. Matardiskur er einn af þeim hlutum sem við notum oftast í okkar daglega lífi. Sambland af notagildi og skúlptúr, skreyting, tímalaust, fallegt, óvenjulegt. Hver er galdurinn við þetta allt saman? Leika sér að formum og litum. Vasi þarf að hugsa vel um blómin, umvefja þau. Vasi þarf líka að geta staðið án blóma og glatt umhverfið.”

Inga Elín hefur starfað við myndlist í hart nær þrjá áratugi og haldið fjölmargar sýningar hérna heima og erlendis. Upplýsinga um hana eru á www.ingaelin.com

unspecified-2 unspecified-3