CH24 stóll Hans J. Wegner – klassísk hönnun

Klassíski CH24 / Y-stóllinn er heimþekktur og er jafnframt frægasta hönnun Hans J. Wegner (sem hannaði yfir 500 stóla á sinni lífstíð). Frá því að fyrsti stóllinn var framleiddur árið 1950 hefur Y-stóllinn verið gerður úr sömu 14 pörtum sem krefjast yfir 100 ólíkra vinnslustiga og um það bil 3 vikur í undirbúning.

Stóllinn er úr við og er að mestu leyti handgerður, þar á meðal er setan handofin úr 120 metrum af sterkum pappírsþræði sem á að duga í allt að 50 ár. Hans J. Wegner hannaði stólinn fyrir Carl Hansen & Søn árið 1949, og hefur hann verið óslitið í framleiðslu frá 1950. Stóllinn heitir í raun CH24 en er kallaður Y-stóllinn á íslensku og óskabeinsstóllinn á ensku, eða Wishbone chair.

Einstök afmælisútgáfa CH24 stólsins : Aðeins til sölu 2. apríl

Í tilefni af 105 ára afmælisdegi Hans J. Wegner þann 2. apríl, hefur Carl Hansen & Søn afhjúpað einn þekktasta stól hönnuðarins, glæsilegan CH24 stól í olíuborinni hnotu með rauðu geitaskinni.

Í fyrsta sinn í sögu stólsins er hann kynntur í þessari einstöku útgáfu og verður aðeins til sölu þann 2. apríl í tilefni afmælisdags Hans J. Wegner. 

Í lok tíunda áratugar síðustu aldar vann Hans J. Wegner náið með Carl Hansen & Søn að þróa leðurútgáfu klassíska CH24 stólsins sem færi vel með upprunalega stólnum þar sem sætið er ofið úr sterkum pappírsþræði. Með nýrri tækni og nýjum bólstrunaraðferðum sem þróaðar voru af sérhæfðu handverksfólki Carl Hansen & Søn varð þessi sérstaka takmarkaða útgáfa að raunveruleika.

Hver stóll er merktur með kopar plötu með áritun Hans J. Wegner ásamt afmælisdegi hans. Sérstakar afmælisútgáfur Y – stólsins eru sérstaklega eftirsóttar hjá söfnurum og hönnunar aðdáendum sem fá nú tækifæri að eignast einstaka áritaða hnotu – leður útgáfu af elegant Y – stól Hans J. Wegner.

Afmælisútgáfan verður eingöngu til sölu 2. apríl.

Einstök árituð afmælisútgáfa CH24 stólsins

Í tilefni 104 ára afmælisdegi Hans J. Wegner þann 2. apríl, hefur Carl Hansen & Søn afhjúpað einn þekktasta stól hönnuðarins, glæsilegan CH24 stól í Ancient eikar útgáfu.

Í fyrsta sinn í sögu stólsins er hann kynntur í Ancient eik. Þökk sé sérstakri meðferð hefur eikartréð fengið einstakan dökkbrúnan glóa sem einkennir þessa sérstaklega eftirsóttu og sjaldæfu, þúsund ára gömlu eik.

Sérstakar afmælisútfágur Y – stólsins eru sérstaklega eftirsóttar hjá söfnurum og hönnunar aðdáendum sem fá nú tækifæri að eignast einstaka áritaða Ancient eikar útgáfu af elegant Y – stól Hans J. Wegner dagana 3. – 4. apríl.

Afmælisútgáfan verður eingöngu til sölu 3. og 4. apríl.

 

EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL AÐ EIGNAST CH23 STÓL HANS J. WEGNER

Við kynnum einstakt tilboð á árituðum CH23 stól Hans J. Wegner í tilefni endurkomu hans. Tilboðið stendur aðeins í einn dag, þann 16. júní og kostar stóllinn 53.500, -kr.

CH23 stóllinn er einn fyrsti stóllinn sem Hans J. Wegner hannaði fyrir Carl Hansen & Søn árið 1950 og fékk strax góðar viðtökur, þrátt fyrir það hefur stóllinn ekki verið í framleiðslu síðustu fimm áratugi og fögnum við því að þessi glæsilega og klassíska hönnun sé aftur fáanleg.

Þetta frábæra verð stendur aðeins í þennan eina dag og er sama verð á stólnum hjá öllum söluaðilum Carl Hansen & Søns um allan heim. 

SaveSave

ÁRITUÐ ÚTGÁFA Y-STÓLSINS Í TAKMÖRKUÐU UPPLAGI ÚR ÁLM

Ekki missa af einstöku tækifæri til að eignast áritaða útgáfu Y-stólsins úr álmi sem framleiddur var í takmörkuðu upplagi.

Carl Hansen & Søn fögnuðu afmælisdegi Hans J. Wegner 2. apríl með árituðum Y-stól í takmörkuðu upplagi úr álm. Þetta er í fyrsta sinn sem Y-stóllinn er framleiddur í þessari sterku og fallegu viðartegund.

Allir stólarnir eru áritaðir með undirskrift Hans J. Wegner ásamt afmælisdegi og með fylgir upprunavottorð.

Þessi einstaka útgáfa af Y stólnum kostar 85.000 kr.-

Y-stóllinn er heimþekktur og er jafnframt frægasta hönnun Hans J. Wegner (sem hannaði yfir 500 stóla á sinni lífstíð). Frá því að fyrsti stóllinn var framleiddur árið 1950 hefur Y-stóllinn verið gerður úr sömu 14 pörtum sem krefjast yfir 100 ólíkra vinnslustiga og um það bil 3 vikur í undirbúning.

Stóllinn er úr viði og er að mestu leyti handgerður, þar á meðal er setan handofin úr 120 metrum af sterkum pappírsþræði sem á að duga í allt að 50 ár. Hans J. Wegner hannaði stólinn fyrir Carl Hansen & Søn árið 1949, og hefur hann verið óslitið í framleiðslu frá 1950. Stóllinn heitir í raun CH24 en er kallaður Y-stóllinn á íslensku og óskabeinsstóllinn á ensku, eða Wishbone chair.

“COMEBACK” ÁRSINS: CH22

Dönsku hönnunarverðlaunin voru kynnt á dögunum og hlutu fjölmargar vörur sem fást í Epal viðurkenningu fyrri framúrskarandi hönnun. Þeir sem standa að baki hönnunarverðlaunanna eru dönsku hönnunartímaritin Bo Bedre, Bolig Magasinet og Costume living.

CH22 stóllinn hlaut til að mynda verðlaun semÅrets Comeback” eða endurkoma ársins en stóllinn var nýlega settur aftur í framleiðslu af húsgagnaframleiðandann Carl Hansen & Søn.

CH22 stóllinn var einn af fyrstu stólunum sem Hans J. Wegner hannaði fyrir danska húsgagnaframleiðandann Carl Hansen & Søn og var fyrst kynntur til sögunnar árið 1950 ásamt heimsþekkta CH24 sem betur er þekktur sem Wishbone chair / Y-stóllinn. Fyrr á árinu hóf Carl Hansen & Søn endurframleiðslu á þessum einstaka stól og bjóðum við nú upp á hann á frábæru tilboðsverði, aðeins 200.000 kr. í stað 320.000 kr.


carl-hansen-son-hans-j-wegner-ch22-lounge-chair_dezeen_936_4 carl-hansen-son-hans-j-wegner-ch22-lounge-chair_dezeen_936_6-871x1024 wegner_ch22-oak-walnut-mix_detail_armrest_600x828wegner_ch22-oak_detail_wedge_600x800afmtilbod-ch22-758x1024

 

AFMÆLISTILBOÐ: Y-STÓLL HANS J. WEGNER

Eitt þekktasta húsgagn Hans J. Wegner er CH24 / Wishbone chair, sem einnig gengur undir nafninu Y-stóllinn. Wishbone stóllinn er nú á sérstöku tilboðsverði í tilefni af 40 ára afmæli Epal. Stóllinn var hannaður árið 1949 og var eitt fyrsta húsgagnið sem Hans J. Wegner hannaði fyrir danska húsgagnaframleiðandann Carl Hansen & Søn og hefur stóllinn verið í framleiðslu frá árinu 1950 og notið mikilla vinsælda.

Y-ið í baki stólsins gefur honum mikinn karakter og veitir einnig góðan stuðning við bakið. Stóllinn er léttur og því er auðvelt að færa hann á milli rýma, hann hentar vel við borðstofuborðið, skrifborðið eða jafnvel einn og sér.

afm-Ystóll-724x1024Decon-Wishbone-Chair-Carl-Hansen-2-Wegner-600x600 d2f7a11b9a4db2e58f4c3b74ce728c4f

AFMÆLISTILBOÐ: Y-STÓLL HANS J. WEGNER

Eitt þekktasta húsgagn Hans J. Wegner er CH24 / Wishbone chair, sem einnig gengur undir nafninu Y-stóllinn. Wishbone stóllinn er nú á sérstöku tilboðsverði í tilefni 40 ára afmælis Epal. Stóllinn var hannaður árið 1949 og var eitt fyrsta húsgagnið sem Hans J. Wegner hannaði fyrir danska húsgagnaframleiðandann Carl Hansen & Søn og hefur stóllinn verið í framleiðslu frá árinu 1950 og notið mikilla vinsælda.

Y-ið í baki stólsins gefur honum mikinn karakter og veitir einnig góðan stuðning við bakið. Stóllinn er léttur og því er auðvelt að færa hann á milli rýma, hann hentar vel við borðstofuborðið, skrifborðið eða jafnvel einn og sér.

image001 2

 

d2f7a11b9a4db2e58f4c3b74ce728c4f

Decon-Wishbone-Chair-Carl-Hansen-2-Wegner-600x600

 

Falleg og klassísk hönnun sem stenst tímans tönn.

CH24 WISHBONE CHAIR Á TILBOÐI

Eitt þekktasta húsgagn hannað af Hans J. Wegner er CH24 / Wishbone chair, sem einnig gengur undir nafninu Y-stóllinn. Wishbone stóllinn er á sérstöku tilboðsverði í tilefni 100 ára afmælis Hans J. Wegner. Stóllinn var hannaður árið 1949 og var eitt fyrsta húsgagnið sem Hans J. Wegner hannaði fyrir danska húsgagnaframleiðandann Carl Hansen & Son og hefur stóllinn verið í framleiðslu frá árinu 1950 og notið mikilla vinsælda.

Y-ið eða óskabeinið í bakinu gefur stólnum mikinn karakter og veitir einnig góðan stuðning við bakið. Stóllinn er léttur og því er auðvelt að færa hann á milli rýma, hann hentar vel við borðstofuborðið, skrifborðið eða jafnvel einn og sér.

d2f7a11b9a4db2e58f4c3b74ce728c4f

7ced4d2180e67caabbfc0c10d932e292-620x899 105457230a84f6584a71399112a597ce-620x930

4ac7311f107c1d7514bebb62982673e1

Hér að neðan má sjá myndir frá framleiðsluferlinu:

Decon-Wishbone-Chair-Carl-Hansen-6-legs-600x903 Decon-Wishbone-Chair-Carl-Hansen-7-chisel-600x903 Decon-Wishbone-Chair-Carl-Hansen-8-sanding-600x903 Decon-Wishbone-Chair-Carl-Hansen-9-weaving-600x745


CH24 0614 AUGL

Tilboðið gildir til 1.nóvember 2014.