Nýr gjafapappír eftir Hönnu Margréti og Unni Dóru

Herforingjaráðskort

Á pappírnum er að finna aldargömul Herforingjaráðskort, landakort af Íslandi, sem eru í mælikvarðanum 1:50000 og er því lítið svæði á hverju korti. Við höfum fengið Odda til að prenta kortin fyrir okkur á gjafaarkir, 70×100 sm. Þær eru stórar og fannst okkur miklu skipta að góð gæði væru í pappírnum og gott að pakka inn í hann. Við völdum þessi kort vegna þess að litirnir og mynstrin í þeim eru svo falleg. Einnig er skemmtilegt við arkirnar að engir tveir pakkar verða eins því mynstrið er svo fjölbreytt á einni örk.

Skemmtileg saga er á bakvið kortin. Danska Herforingjaráðið lét gera þau og fóru Danir hér um á hestum og sváfu í tjöldum á milli þess sem þeir mældu landið upp og teiknuðu. Við höfum tvær gerðir af kortum í sölu núna, Norðurárdalinn frá 1913 og Heinabergsfjöll frá 1905 en ártal þeirra kemur fram á hverri örk. Landmælingar Íslands veittu góðfúslegt leyfi til að nota kortin í þessum tilgangi.

Við sjáum kortin einnig sem ákveðna innsýn í Ísland. Fólk hefur staldrað við og byrjað að skoða kortin og reynt að átta sig á því hvar á landinu það er statt. Það er mjög skemmtilegt og gefur pappírnum meira vægi. Einnig til þess að vekja athygli á því að á Íslandi er alls staðar fallegt, eina sem maður þarf að gera er að anda að sér ferska loftinu, horfa í kringum sig og njóta!

 

 

Jólakúlan 2010 eftir Ólöfu Erlu Bjarnadóttir

Jólakúla 2010-2014

Undanfarin 7 ár hef hún hannað og unnið jólakúlur úr postulíni, eina á ári. Þær kúlur voru allar hvítar og hugsaðar út frá íslenskri vetrarstemmningu þar sem snjór, ís, krapi, norðurljós og stjörnur gáfu tóninn.

Grunnhugmyndin að þessari nýju seríu af jólakúlum er líka íslensk eða þjóðleg en nú er farið inn á heimilið þar sem jólatréð ilmar og jólalög og sálmar hljóma um stofuna.

Kúlan er gerð úr posutlíni og glerjuð með grænum gegnsæjum glerungi. Liturinn á glerungnum vísar til litarins á íslenska eininum en á næstu 4 árum mun liturinn á kúlunum verða í mismunandi grænum litbrigðum íslenskra barrtrjáa og sígrænna runna.

Kúlan er hugsuð til að hanga á grænu lifandi jólatré en getur einnig hangið í glugga eða hvar sem hugurinn girnist og þá einnig með eldri kúlunum.

Textinn á kúlunni er fyrsta lína þjóðvísunnar „Hátíð fer að höndum ein” en næstu 4 ár verður eitt vísuorð þessarar vísu grafið í kúluna á hverju ári þar til vísunni er lokið. Vísan er fornt viðlag úr fórum Grunnavíkur-Jóns (1705-1779). Jóhannes úr Kötlum orti svo fjögur erindi við þessa vísu en saman mynda þau sálminn „Hátíð fer að höndum ein”.

Þjóðvísan er svona:

Hátíð fer að höndum ein

hana vér allir prýðum,

lýðurinn tendri ljósin hrein,

líður að tíðum,

líður að helgum tíðum.

Flott grein hjá Katrínu B Hermansdóttir á Pressunni

Hresstu upp á veggina: Fantaflottir vegglímmiðar frá FERM Living

Mjög flott. www.fermliving.dk

Límmiðar á veggi hafa notið gríðarlegra vinsælda sem ekki sér fyrir endann á. Fólk sér í þeim marga kosti: Ekki þarf að ráðast í málningarstúss til að breyta og bæta, miðarnir eru tiltölulega ódýrir og geta lífgað heilmikið upp á herbergi og aðrar vistarverur í hýbílum okkar mannanna.

Úrvalið er orðið býsna mikið, frá því sem áður var og nú ættu allir sem langar í vegglímmiða að finna eitthvað við sitt hæfi.

Miðarnir fást víða, í verslunum og netverslunum landsins og um að gera að kynna sér úrvalið. Þetta hafa verið allt frá fígúrum og mynda sem henta inn í barna- og unglingaherbergi til allskyns mynstra sem myndu sóma sér vel á vegg til dæmis inni í stofu.

Í Epal er nú hægt að fá vegglímmiða frá fyrirtækinu FERM-Living og satt best að segja eru þeir mjög flottir. Heimskort myndi lifa í mörg ár án þess að neinum dytti í hug að taka það niður og börnum leiðist seint að mæla hæð sína (og annarra). Þar fyrir utan er hellingur af flottu til fyrir, bara alla.
Left Right