Flott grein hjá Katrínu B Hermansdóttir á Pressunni

Hresstu upp á veggina: Fantaflottir vegglímmiðar frá FERM Living

Mjög flott. www.fermliving.dk

Límmiðar á veggi hafa notið gríðarlegra vinsælda sem ekki sér fyrir endann á. Fólk sér í þeim marga kosti: Ekki þarf að ráðast í málningarstúss til að breyta og bæta, miðarnir eru tiltölulega ódýrir og geta lífgað heilmikið upp á herbergi og aðrar vistarverur í hýbílum okkar mannanna.

Úrvalið er orðið býsna mikið, frá því sem áður var og nú ættu allir sem langar í vegglímmiða að finna eitthvað við sitt hæfi.

Miðarnir fást víða, í verslunum og netverslunum landsins og um að gera að kynna sér úrvalið. Þetta hafa verið allt frá fígúrum og mynda sem henta inn í barna- og unglingaherbergi til allskyns mynstra sem myndu sóma sér vel á vegg til dæmis inni í stofu.

Í Epal er nú hægt að fá vegglímmiða frá fyrirtækinu FERM-Living og satt best að segja eru þeir mjög flottir. Heimskort myndi lifa í mörg ár án þess að neinum dytti í hug að taka það niður og börnum leiðist seint að mæla hæð sína (og annarra). Þar fyrir utan er hellingur af flottu til fyrir, bara alla.
Left Right