Jólakúlan 2010 eftir Ólöfu Erlu Bjarnadóttir

Jólakúla 2010-2014

Undanfarin 7 ár hef hún hannað og unnið jólakúlur úr postulíni, eina á ári. Þær kúlur voru allar hvítar og hugsaðar út frá íslenskri vetrarstemmningu þar sem snjór, ís, krapi, norðurljós og stjörnur gáfu tóninn.

Grunnhugmyndin að þessari nýju seríu af jólakúlum er líka íslensk eða þjóðleg en nú er farið inn á heimilið þar sem jólatréð ilmar og jólalög og sálmar hljóma um stofuna.

Kúlan er gerð úr posutlíni og glerjuð með grænum gegnsæjum glerungi. Liturinn á glerungnum vísar til litarins á íslenska eininum en á næstu 4 árum mun liturinn á kúlunum verða í mismunandi grænum litbrigðum íslenskra barrtrjáa og sígrænna runna.

Kúlan er hugsuð til að hanga á grænu lifandi jólatré en getur einnig hangið í glugga eða hvar sem hugurinn girnist og þá einnig með eldri kúlunum.

Textinn á kúlunni er fyrsta lína þjóðvísunnar „Hátíð fer að höndum ein” en næstu 4 ár verður eitt vísuorð þessarar vísu grafið í kúluna á hverju ári þar til vísunni er lokið. Vísan er fornt viðlag úr fórum Grunnavíkur-Jóns (1705-1779). Jóhannes úr Kötlum orti svo fjögur erindi við þessa vísu en saman mynda þau sálminn „Hátíð fer að höndum ein”.

Þjóðvísan er svona:

Hátíð fer að höndum ein

hana vér allir prýðum,

lýðurinn tendri ljósin hrein,

líður að tíðum,

líður að helgum tíðum.