Vorhreingerning með Humdakin

Taktu vorhreingerninguna með Humdakin –

Humdakin lumar á mörgum góðum ráðum til að gera vorhreingerninguna einfalda og skemmtilega.

„Besta ráðið er að gera heimilisþrif sem hluta af okkar daglega lífi. Við verðum að byrja á því að halda hreinu frekar en að þrífa allt heimilið í einu því þannig verður verkefnið oft óviðráðanlegra heldur en ef þú heldur heimilinu hreinu og snyrtilegu á hverjum degi.“

Vörurnar frá Humdakin eru hannaðar með það í huga að þær séu til sýnis á heimilinu, t.d. við hliðina á eldhúsvaskinum. Þannig virka þær sem dagleg áminning að halda heimilinu snyrtilegu.

Camilla Schram, stofnandi og eigandi Humdakin, deilir með okkur sínum bestu venjum til að halda heimilinu hreinu:

  1. Loftaðu út á hverjum degi og fáðu inn hreint og ferskt loft.
  2. Skiptu um tuskur og viskastykki daglega.
  3. Ryksugaðu alltaf áður en þú þurrkar af. Ryksugan þyrlar upp ryki þannig að gott er að lofta út á meðan og eftir að þú hefur ryksugað.
  4. Haltu heimilinu hreinu með því að þurrka létt af öllu yfirborði 1-2 sinnum í viku.
  5. Skiptu um rúmföt að minnsta kosti einu sinni á 14 daga fresti og þvoðu rúmfötin að lágmarki við 60°.
  6. Loftaðu um sængina þína á hverjum degi.
  7. Þrífðu allt heimilið vandlega einu sinni í viku.
  8. Skúraðu gólfið einu sinni í viku – jafnvel þótt gólfið líti ekki út fyrir að vera óhreint. Notaðu Humdakin Universal hreinsinn á gólf og öll yfirborð, ilmurinn er eins og draumur! Notaðu 30 ml af hreinsinum í 5 lítra af volgu vatni.
  9. Tæmdu ísskápinn einu sinni í mánuði og hreinsaðu hann með Universal hreinsinum.
  10. Humdakin vörurnar eru í stílhreinum og fallegum umbúðum sem njóta sín vel uppá borðum og setja sápurnar og handáburðir punktinn yfir i-ið á baðherberginu eða í eldhúsinu. Ásamt því verða hendurnar mjúkar og ilmandi.

Humdakin er danskt vörumerki sem býður upp á úrval af hágæða og nútímalegum hreinsivörum sem eru auðveldar í notkun, góðar fyrir húðina og áhrifaríkar ásamt úrvali af vönduðum vörum fyrir heimilið sem hvetja okkur til að halda heimilinu okkar fallegu og snyrtilegu. Vörurnar eru gerðar úr miklum gæðum og eru margar 100% lífrænar og án allra aukaefna með meðvitund um áhrif á umhverfið. Allar textílvörur eru gerðar úr GOTS vottuðum bómull og hreinsivörur ásamt sápum eru án parabena og litaefna. Humdakin viðarvörur eru að auki handgerðar úr 100% lífrænum bambusvið frá Indlandi. Humdakin vöruúrval inniheldur allskyns hreinsivörur, handsápur, handáburði, hárvörur, glæsilegar þvottakörfur, bursta og fallega bakka úr náttúrusteini – það og svo miklu meira.

Smelltu hér til að skoða úrvalið –