Heimsókn frá Eilersen & afsláttur

Sérfræðingur frá Eilersen kemur í heimsókn til okkar í Skeifunni 6 og í tilefni þess bjóðum við 15% afslátt af öllum vörum frá Eilersen dagana 21. – 29. apríl. 

Nýttu þér 15% afslátt af öllum sófum, stólum og borðum frá danska húsgagnaframleiðandanum Eilersen sem gildir frá 21. – 29. apríl. Sófarnir frá Eilersen koma í fjölmörgum stærðum og með mismunandi áklæðum og því auðvelt að útbúa sófa sem hentar þér og þínu heimili. Eilersen býður einnig glæsilegt úrval af sófaborðum og hægindarstólum. Danski húsgagnaframleiðandinn Eilersen eru heimsþekktir í dag fyrir gæði, þægindi og góða hönnun, en sögu þeirra má rekja aftur til ársins 1895 en í dag er fyrirtækið rekið af fjórðu kynslóð Eilersen fjölskyldunnar.

Verið velkomin til okkar í Epal Skeifunni og kynnið ykkur gæði Eilersen.