Endeavour – Vönduð dönsk hönnun fyrir atvinnukokka og alla matarunnendur

Endeavour er danskt hönnunarmerki sem framleiðir hnífa og eldhúsáhöld fyrir fagfólk sem aðgengilegt er fyrir alla matarunnendur.

Nikolaj Kirk og Mikkel Maarbjerg sem báðir eru þekktir matreiðslumenn í Danmörku, eru hönnuðir Endeavour. Eitt meginmarkmið þeirra var að framleiða hnífa og aðrar eldhúsvörur sem uppfylla strangar kröfur þeirra sem atvinnukokkar og seldar eru til hins almenna notanda.

Nikolaj Kirk er vinsæll sjónvarpskokkur og Mikkel Maarbjerg hefur verið sæmdur Michelin stjörnum nokkrum sinnum. Saman reka þeir matreiðslu stúdíóið KIRK+MAARBJERG.

Endeavour serían er vönduð, tímalaus og hönnuð til þess að verða á meðal þinna uppáhalds áhalda í eldhúsinu.

Sjáðu úrvalið í vefverslun Epal.