Canairi dönsk verðlaunahönnun sem bætir loftgæði

Canairi er dönsk verðlaunahönnun sem við teljum vera algjöra snilld!

Canairi er ferskloftsmælir sem segir þér til um hvenær rýmið þarfnast loftræstingar með því að kanarífuglinn fellur niður. Um leið og búið að er að lofta út og bæta loftgæðin fer fuglinn upp aftur.

Canairi er frábær leið til að framfylgja góðri loftræstingu á heimilum, skólastofum og vinnustöðum.

Sagt er að fyrr á tímum hafi námuverkamenn tekið kanarífugl með sér í kolanámur til að greina eitraðar lofttegundir. Þegar fuglinn féll í yfirlið var tími til að fara út í ferskt loft.

Þessi saga veitti hönnuðum Canairi innblástur til að bæta loftgæði innandyra þar sem við eyðum flest umtalsverðum tíma okkar og hafa góð loftgæði því bein áhrif á lífsgæði okkar. Slæm loftgæði geta auka líkur á höfuðverk, astma, ofnæmi og haft áhrif á svefngæði.

Canairi fuglinn fæst í vefverslun Epal.is og hjá okkur í Epal Skeifunni.