Skráðu þinn brúðargjafalista í Epal

Öll brúðhjón sem búa til gjafalista hjá Epal fá gjafabréf að verðmæti 15% þeirrar upphæðar sem verslað var af brúðargjafalistanum.
Kostir þess að útbúa gjafalista í Epal eru að brúðhjón geta óskað sér þá muni sem þeim langar í og hjálpar það einnig gestum að velja réttu gjafirnar.
Við mælum með því að brúðhjón velji fjölbreyttar vörur á breiðu verðbili því það er algengt að gestir hópi sig saman í stærri gjafir og hvetjum við því brúðhjón að vera ekki hrædd við að setja dýrari óskir á listann. Einnig er mjög sniðugt að hafa gjafabréf á listanum.
Leyfðu okkur að aðstoða þig við valið.