F.H. Design Choice 2023

Design Choice 2023 vörulínan frá Fritz Hansen heiðrar Arne Jacobsen með sérstakri útgáfu af Egginu og Svaninum í takmörkuðu upplagi. Vandlega valið af hönnunardeild Fritz Hansen er Eggið og Svanurinn kynnt í hágæða Moss áklæði frá Kvadrat skreytt fínlegri leðurlíningu sem gefur húsgögnunum einstakt útlit.

„Með F.H. Choice 2023 fögnum við danskri nútímahönnun,” segir Marie-Louise Høstbo, listrænn hönnunarstjórnandi hjá Fritz Hansen.

Táknræn hönnun Arne Jacobsen tekur hér á sig nýja mynd í sérvöldu Moss áklæði frá Kvadrat skreytt leðurlíningu. Falleg áferð Moss áklæðisins fer vel við lífrænt form stólsins á meðan fínleg leðurlíning leggur áherslu á mjúkar línur stólsins sem gerir þetta takmarkaða upplag að sannkölluðum safngrip.

F.H. Choice 2023 vörulínan er aðeins fáanleg árið 2023. Smelltu hér til að skoða í vefverslun Epal.is