NÝTT: ÍSLANDSBAKKINN

Við vorum að fá þennan fallega Íslandsbakka, sem er tilvalinn í jólapakkann fyrir þann sem kann vel að meta íslenska hönnun.

Listaverk eftir Unni Ýrr Helgadóttur prýðir Íslandsbakka Nr.1 sem ber heitið “Sveitin mín”. Innblástur verksins er ljóðið “Sveitin mín” eftir Sigurð Jónsson sem finna má á bakhlið bakkans.

Ísland hefur sterk áhrif á listamanninn, en Unnur leggur áherslu á samspil og flæði lita. Margbreytileg náttúrusýn með víðfeðmri flóru lita og sterk sýn með þjóðlegum minnum og fólki en nánast annars- heimslegri litadýrð/myndefni eru einkenni Unnar sem listamanns.

Unnur starfar sem grafískur hönnuður og listmálari hér á landi og í Svíþjóð. Meira má finna um hana á www.unnurart.com.