NÝTT Í EPAL : FÓLK REYKJAVÍK

Við vorum að fá til okkar nýtt og spennandi íslenskt vörumerki, FÓLK Reykjavík sem verður spennandi að fylgjast með á næstunni.

Fyrsta varan sem við fáum að kynnast eru hillurnar Urban Nomad sem hannaðar eru af Jóni Helga Hólmgeirssyni, og koma hillurnar í þremur lengdum og eru í boði tveir litir á hillum og hilluberum.

Hillurnar eru minimalískar og fágaðar í útliti og eru án efa eftir að prýða mörg íslensk heimili.

FÓLK vinnur með náttúruleg eða endurvinnanleg hráefni og hefur sjálfbærni að leiðarljósi í öllu framleiðsluferlinu, allt frá hönnun- og vöruþróun yfir í framleiðslu, notkun og endurvinnslu.