Nýtt frá FÓLK : MULTI vasar eftir Rögnu Ragnarsdóttur

MULTI er lína af vösum og skálum sem hæfa hvers kyns blómum og tilefnum. Galdurinn í Multi vösunum er að einungis eitt mót er notað við blástur glerhlutanna, en eftirá eru vasarnir unnir í kaldri vinnu, svo úr verða mismunandi vasar og skálar. Form vasanna er sterkt og grípandi og við hvern skáskurð fá þeir nýja ásýnd og hlutverk. Multi línan er hönnuð af Rögnu Ragnarsdóttur fyrir FÓLK og vasarnir eru munnblásnir í Tékklandi.

Þú finnur MULTI vasana í vefverslun Epal.is

 

NÝTT Í EPAL : FÓLK REYKJAVÍK

Við vorum að fá til okkar nýtt og spennandi íslenskt vörumerki, FÓLK Reykjavík sem verður spennandi að fylgjast með á næstunni.

Fyrsta varan sem við fáum að kynnast eru hillurnar Urban Nomad sem hannaðar eru af Jóni Helga Hólmgeirssyni, og koma hillurnar í þremur lengdum og eru í boði tveir litir á hillum og hilluberum.

Hillurnar eru minimalískar og fágaðar í útliti og eru án efa eftir að prýða mörg íslensk heimili.

FÓLK vinnur með náttúruleg eða endurvinnanleg hráefni og hefur sjálfbærni að leiðarljósi í öllu framleiðsluferlinu, allt frá hönnun- og vöruþróun yfir í framleiðslu, notkun og endurvinnslu.