Nýtt frá String 2020 : klassísk hönnun fyrir öll heimili

Klassíska String hillukerfið var hannað árið 1949 af sænska arkitektnum Nils Strinning og hefur það síðan þá hlotið mörg alþjóðleg hönnunarverðlaun. String hillukerfið er hannað þannig að auðvelt er að bæta við skápum og hillum að vild og sérsníða hillurnar að þínum þörfum. Hillurnar koma í nokkrum útgáfum og er ein þekktasta útgáfan String Pocket.

String kynnti á dögunum spennandi nýjungar og má þar nefna String Pocket hillur úr málmi sem koma í þremur litum; neon appelsínugulum, grábrúnum og klassískum hvítum. Hægt er að bæta við aukahlutum við String málmhillur, svosem krókum og hengi.

Klassíska String hillukerfið var einnig kynnt í nýjum litum, hlýlegum brúnum sem fer vel saman við hillurnar sérstaklega eikarhillurnar. Nýjir aukahlutir voru kynntir til sögunnar eins og hnífastatíf sem hengt er á hillurnar

Við eigum til mikið úrval af String hillum á lager og einnig er hægt að panta allar nýjungar sem nefndar eru hér að ofan. Verið hjartanlega velkomin í verslun okkar, Epal Skeifunni og kynntu þér betur String hillukerfið sem hentar öllum heimilum.

Sjá brot af vöruúrvalinu í vefverslun Epal –