Nýtt í Epal: Morra silkislæður – glæsileg íslensk hönnun

Signý Þórhallsdóttir er hönnuðurinn á bakvið silkislæðurnar frá Morra. Signý útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 og hefur síðan þá unnið hjá ýmsum hönnuðum í London, þ.á.m. Vivienne Westwood, þar sem hún starfaði í þrjú ár við að hanna fatnað og munstur. Signý leitast við að starfa á mörkum fata-og prenthönnunar, og vinnur nú að eigin verkefnum á Íslandi, þar sem hún sækir innblástur í mynd- og nytjalist, tískusögu og íslenska náttúru.

Glæsilegu Morra silkislæðurnar fást nú í Epal Skeifunni, tilvalið í jólapakkann. Verð frá 9.500 kr.

Morra er nýstofnað tískumerki sem hannar vandaða fylgihluti og kvenfatnað með vísanir í alþjóðlega mynd- og nytjalist í bland við staðbundin einkenni eins og íslenska náttúru og handverkshefð.

Fyrsta verkefni Morra heitir Sveigur og er lítil lína af silki slæðum. Slæðurnar eru myndskreyttar og sótt eru áhrif í íslenskar plöntur og slæðinga.

Slæðurnar eru þrjár og koma með mismunandi prenti, lit og stærð. Þær eru úr light Crepe de Chine silki og hafa AA gæðastuðul sem þýðir að efnið er ofið úr lengri þráðum og slitnar því síður. Slæðurnar eru prentaðar í Bretlandi, faldaðar á Íslandi og koma í fallegri öskju.