Maurinn eftir Arne Jacobsen

Það þekkja flestir Maurinn sem hannaður var að Arne Jacobsen árið 1952, en stólinn má finna í mörgum opinberum byggingum um allann heim ásamt því að hafa slegið í gegn í borðstofum og eldhúsum landsmanna.

 

Arne Jacobsen hannaði stólinn upphaflega fyrir matsal danska lyfjarisans Novo Nordic og var fyrsta útgáfa Maursins 3100 þá með aðeins þremur löppum.

Árið 1980 hóf Fritz Hansen framleiðslu á nýrri útgáfu stólsins 3101, þar sem fjórðu löppinni hafði þó verið bætt við.

 

Maurinn er léttur og þægilegur stóll sem framleiddur hefur verið í ótal litaafbrigðum.

Ef einhverjum þykir erfitt að velja á milli hvaða stól skal velja eftir Arne þá kemur líka svona aldeilis vel út að blanda nokkrum saman við borðstofuborðið.

Hér að ofan er flott blanda; Sjöan, Maurinn og Grand Prix

 

Hver er þinn uppáhalds?