LÚXUS JÓLADAGATAL FRÁ LAKRIDS BY JOHAN BÜLOW

28508183206_f7493b656f_k

Lúxus jóladagatal frá Lakrids by Johan Bülow

Uppáhalds tími okkar allra er framundan og erum við hjá Epal þegar byrjuð að huga að jólunum. Jóladagatalið frá Lakrids by Johan Bülow er tilvalið til að telja niður dagana til jóla og gera smá vel við sig í leiðinni.

Í ár kemur út í fyrsta sinn lúxus útgáfa af vinsæla jóladagatalinu sem aðeins er framleitt í 990 eintökum á heimsvísu. Lúxus dagatalið hefur meðal annars að geyma lakkrís sem var sérútbúinn aðeins fyrir þetta dagatal og hefur hver gluggi einnig að geyma nægt magn svo hægt er að deila ljúffengum jólalakkrís með vinum eða fjölskyldu.

Á bakvið hvern glugga er ljúffeng lakkrísupplifun og er eitthvað sem alvöru lakkrísunnendur geta ekki látið framhjá sér fara. Þú munt finna súkkulaði, saltkaramellu, kaffi og fleiri brögð sem pöruð hafa verið saman við lakkrís sem er á heimsmælikvarða.

Danska fyrirtækið Lakrids by Johan Bülow sérhæfir sig í framleiðslu á handgerðum gæðalakkrís. Lakkrísinn er glútenlaus og án allra aukaefna og er því góður kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig. Lakkrísinn frá Johan Bülow hefur notið mikilla vinsælda hérlendis og er hann líklega einn besti lakkrís sem hægt er að finna.

*Aðeins eru í boði 5 einstök af lúxusdagatalinu og gildir því reglan fyrstur kemur – fyrstur fær. Verð á lúxusdagatalinu er 27.000 kr.- / 1450 g

Eins og áður verður einnig til sölu hefðbundna jóladagatalið 2016 sem fjölmargir bíða alltaf með eftirvæntingu. Verð: 4.950 kr. –

28007607964_7e8bf5afda_z