Linie Design – handofin gólfteppi

Við höfum tekið eftir vaxandi ‘trendi’ undanfarið sem sjá má í erlendum hönnunartímaritum og á ýmsum bloggsíðum um endurnýtingu á gólfteppum.
Sumar hugmyndir benda á hvernig hægt er að nota mörg teppi saman og leggja þau ofan á hvert annað svo þau myndi eina heild.
En það allra flottasta er þegar að mörg teppi hafa verið endurnýtt og eru sett saman í eitt og sama teppið.
Þessi fallegu gólfteppi hér að ofan kallast Atmosphere og eru frá Linie Design sem er hágæða teppaframleiðandi, öll teppin eru handofin í Indlandi af fullorðnum og reyndum vefurum sem notast við hefðbundið og upprunarlegt handverk.
Höfuðstöðvar Linie Design eru í Kaupmannahöfn og framleiða þau teppi sem þekktir skandinavískir hönnuðir hafa hannað fyrir þau.
Linie teppin fást núna í Epal.