KUBUS Í AÐVENTUBÚNING

Aðventan nálgast, og það fer svo sannarlega að koma tími á að draga fram aðventukransinn eða aðventukertastjakann.

Kubus kertastjakinn frá By Lassen er frábær á þann hátt að hægt er að nota hann allan árins hring, -einnig á aðventunni. Hægt er að hengja á hann jólaskraut og bæta jafnvel við hann grenigreinum. Allt eftir smekk hvers og eins.

Kubus skálarnar er einnig hægt að setja í jólabúning.

Kubus kertastjakarnir koma í nokkrum litum og stærðum.