I JUST WANTED TO TELL YOU : SKILABOÐAKERTI

Skilaboðakertin frá íslenska hönnunarmerkinu 54Celsius sem þekktast er fyrir vinsælu Pyropet kertin eru frábær tækifærisgjöf. Það eru þau Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður og Dan Koval markaðsérfræðingur sem standa að baki 54Celsius en Pyropet dýrakertin hafa notið gífulegra vinsælda undanfarin ár og fást víða um heim.

Hvert kerti kemur í lítilli sætri postulínsskál, og ofan á vaxinu stendur “I Just Wanted To Tell You”. Þegar vaxið bráðnar verður það smátt og smátt glært og þá koma í ljós leyniskilaboð á botni skálarinnar. Kertin koma í fallegum pakkningum og skilaboðin eru einnig sýnileg á límmiða utan á pakkningunum sem auðvelt er að fjarlægja áður en kertið er gefið. Þetta er kjörin tækifærisgjöf sem býður upp á óvenjulega og skemmtilega upplifun.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Láttu “I Just Wanted To Tell You” kertin sjá um að varpa ljósi á málið.