Jónsdóttir & co

Jónsdóttir & co er nýtt merki hjá okkur í barnadeildinni, merkið er hugarfóstur búðarkonu sem átti sér draum um að hanna einstaka línu undir eigin merki.

Ragnhildur Anna Jónsdóttir er hönnuðurinn bakvið merkið og fyrsta línan sem hún sendir frá sér eru ungbarnasamfellur og smekkir úr lífrænni bómull.

Vinnustofan Ás, sem er verndaður vinnustaður sér um að sauma taupokana, og eru vörurnar vottaðar með Fair Trade merkinu.