Jensen fagnar 75 ára afmæli

75 ár er tilefni til að fagna 

Jensen hefur framleitt gæða rúm frá árinu 1947 með áherslu á fágaða skandinavíska hönnun og framúrskarandi þægindi. Jensen rúm eru Svansmerkt og eru sérsniðin eftir þörfum með ótal möguleikum varðandi gormakerfi, yfirdýnur, áklæði og allt útlit rúmsins.
75 ára afmælisútgáfa Jensen er Continental rúm með glæsilegum afmælisgafli, Orginal Jensen Zone system dýnu með latex bólstrun / hægt að velja um stífleika fyrir hvora hlið og Sleep III yfirdýnu (latex). Stærðir: 180×200 eða 180×210. Hægt að velja um tvær litasamsetningar; grátt eða beige. Komdu við í Epal Skeifunni og sjáðu afmælisútgáfuna sem kemur í takmörkuðu upplagi.
Veldu Jensen rúm fyrir betri og heilbrigðari svefn, nótt eftir nótt, ár eftir ár.