INSPIRA : ÍSLENSK HÖNNUN

Stuðlar eru nýir kertastjakar frá íslenska hönnunarfyrirtækinu Inspira sem hannaði þá útfrá íslenskri náttúru.

“Stuðlaberg er eitt fegursta fyrirbæri sem sést á eldfjallasvæðum og á Íslandi eigum við mörg dæmi um fallegt stuðlaberg. Stuðla stjakarnir frá Inspira sækja innblástur sinn beint í þessa stórfenglegu steinamyndun og koma í þremur hæðum og gerir hönnunin ráð fyrir bæði sprittkertum og háum kertum.

Stuðlarnir eru framleiddir á Íslandi úr gegnheilli steypu og hægt er að fá þá staka eða í settum af þremur eða sex stjökum með eikarplöttum. Býður hönnunin upp á ýmsar útfærslur og uppraðanir og er því gaman að geta safnað þeim saman og átt kost á að skapa sér sína eigin persónulegu útgáfu af þessum glæsilegu stjökum.”

“Köld grá steypan minnir óneitanlega á kalt bergið sem mýkist og lifnar við með hlýrri birtu kertaljósa.  Þegar hlý eikin veitir kaldri steypunni undirstöðu undirstrikast enn frekar þessi áhugaverða blanda af köldum og hlýjum efnivið. Náttúrulegur efniviðurinn gerir það að verkum að enginn stjaki né platti er með öllu eins heldur fá náttúrulegir eiginleikar steypunnar og eikarinnar að skína í gegn í öllum sínum fullkomna ófullkomleika.”

Stuðlar fást í Epal.