Innköllun á Sebra leikgrind!

Innköllun á Sebra leikgrind

Ákveðið hefur verið að kalla inn leikgrindur frá Sebra með lotunúmerum 106398, 2357, 2356, 2250 og 2073 vegna mögulegs galla. Gallinn er talinn geta valdið því að snúra með hangandi leikföngum á getur slitnað og smáir hlutir losnað sem geta valdið köfnunarhættu fyrir ung börn.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og hvetjum ykkur til að hætta notkun á leikgrindinni samstundis og skila til okkar í Epal gegn endurgreiðslu.