HÖNNUNARMARS: INGIBJÖRG ÓSK ÞORVALDSDÓTTIR

Á HönnunarMars í Epal sýnir Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir uppáhellingarkönnuna Uppáklædd – All dressed up. Um gripflöt postulínskönnunnar er vafið annað hvort tréperlum eða bandi og dregur hún nafn sitt af klæðningunni. Klæðningin gerir hverja könnu einstaka, gefur gott grip og kemur í veg fyrir bruna.

Grunnhugmyndin að kaffikönnunni Uppáklædd á sér upphaf í snúningi af öllu tagi, snúningi tvinnakeflis, leirrennibekks, hringsnúningi vatnsbununnar þegar hellt er upp á kaffi. Kannan er samsett úr fjórum hlutum, könnu, trekt, disk og loki. Þegar kannan er ekki í notkun þá sómir hún sér vel, tekur líðið pláss þar sem allir hlutir raðast saman og mynda eina heild.

Ingibjorg_PTH0918_WEB

 Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir er fædd í Reykjavík 19.desember 1956. Hún útskrifaðist sem grunnskólakennari frá KHÍ 1981 með sögu og textílmennt í vali og að því loknu bætti hún við sig smíðavali. Ingibjörg hefur aðallega unnið sem umsjónarkennari í meira en 30 ár en oft samhliða þeirri kennslu hefur hún kennt smíði og textíl. Eftir útskrift frá KHÍ var löngun hennar að fara í Myndlista-og handíðaskólann en að stofna fjölskyldu og eignast börn varð yfirsterkara. Þó hvarf löngunin aldrei frá henni og skólaárið 2012 -´13 fékk Ingibjörg námsleyfi og hóf þá nám í Mótun við Myndlistaskólann í Reykjavík. Ákvað hún svo að ljúka diplómanámi en það er tveggja ára nám og lauk hún því síðast liðið vor. Jafnframt kennslunni í vetur hefur Ingibjörg komið sér upp vinnuaðstöðu í Íshúsi Hafnarfjarðar ásamt fleirum.

Ingibjorg_PTH0889_WEB

Ingibjorg_PTH0879_WEB

 Hönnunarmars í Epal hefst með opnunarpartý þann 11. mars frá kl. 17-19. Viðburðinn á facebook má sjá -hér. 

Vertu velkomin á Hönnunarmars í Epal.