Hönnunarmars 2020 // Anna Thorunn

Epal tekur þátt í HönnunarMars tólfta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Anna Thorunn er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars. 

Stuttu eftir útskrift frá Listaháskóla Íslands í vöruhönnun 2007 stofnaði Anna Þórunn Hauksdóttir fyrirtækið sitt ANNA THORUNN. Vörurnar eru hannaðar og framleiddar út frá innblástri af eigin upplifun og tilfinningum. Hönnunin byggist á einskonar ástríðuferðalagi sem Anna Þórunn leggur í sem part af hönnunarferlinu. Ferlið endar svo með hlut sem hefur ekki einungis notagildi heldur vekur einnig upp tilfinningar hjá notandanum.

Glervasinn Bliss var kynntur fyrst á HönnunarMars 2019 verður nú formlega kynntur í fjórum nýjum litum ásamt nýrri Bliss skál. Værðavoð hefur bæst við línuna COWBOY DREAM og verður það einnig kynnt formlaga í fyrsta skipti.

Verið velkomin á Hönnunarmars í Epal Skeifunni.